Ástin á götunni Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. Sport 14.10.2005 06:41 Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. Sport 14.10.2005 06:41 Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. Sport 14.10.2005 06:41 Tap hjá Bjarna og félögum Plymouth, lið Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, tapaði 2-0 fyrir Norwich nú áðan, en Bjarni kom ekki við sögu í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Norwich á leiktíðinni, en lið Plymouth, sem nýverið rak stjóra sinn, á í miklum erfiðleikum þessa dagana. Sport 14.10.2005 06:41 Rooney skapheitur Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Sport 14.10.2005 06:41 Þeir áttu jafnteflið ekki skilið Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur við jafnteflið við grannaliðið Manchester City á Old Trafford í dag, en var þó nokkuð sáttur við leik sinna manna. Sport 14.10.2005 06:41 Hálfleikur á Englandi Fyrri hálfleik er nú lokið í flestum leikjanna sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni, en fá mörk hafa litið dagsins ljós fram að þessu. Staðan á Old Trafford er 1-0 fyrir Manchester United gegn grönnunum í Manchester City, en enn er markalaust hjá Tottenham og Liverpool. Sport 14.10.2005 06:41 Maccarone kemur Boro í 2-0 Massimo Maccarone hefur komið Middlesbrough í 2-0 gegn Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er útlitið orðið svart hjá bikarmeisturunum. Aðeins um stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Sport 14.10.2005 06:41 Wenger slær á létta strengi Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki vanur að vera mikill háðfugl, en þegar hann var spurður út í ráðningu grannaliðsins Tottenham á Damien Comolli á dögunum, sá hann ástæðu til að slá á létta strengi. Sport 14.10.2005 06:41 Middlesbrough lagði Arsenal 2-1 Middlesbrough vann frækinn sigur á Arsenal í síðasta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Yakubu og Massimo Maccarone sem komu heimamönnum í 2-0, en Spánverjinn Jose Antonio Reyes minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Arsenal, sem hefur nú tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Sport 14.10.2005 06:41 Breiðablik komið yfir Blikastúlkur voru rétt í þessu að komast yfir 2-1 gegn KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. KR stúlkur komust í 1-0 eftir aðeins fimm mínútna leik, en Blikastúlkur komust yfir 2-1 í blálokin á hálfleiknum. Sport 14.10.2005 06:41 Jol hrósar Michael Carrick Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, hrósaði miðjumanni sínum Michael Carrick í hástert eftir leikinn við Liverpool í dag og sagði hann hafa átt miðjuna í leiknum. Jol segist ekki skilja af hverju Carrick er ekki valinn í enska landsliðið. Sport 14.10.2005 06:41 Blikastúlkur bikarmeistarar Kvennalið Breiðabliks er bikarmeistari í kvennaflokki eftir sannfærandi 4-1 sigur á KR á Laugardalsvellinum, en leiknum lauk nú fyrir stundu. Breiðablik vann því tvöfalt í ár og gleðin er allsráðandi í Kópavogi í dag, því skömmu áður fengu karlarnir afhentann bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deild. Sport 14.10.2005 06:41 Þrír leikir á Sýn í dag Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo. Sport 14.10.2005 06:41 Leikjum lokið í ensku Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Sport 14.10.2005 06:41 Teitur Þórðarson næsti þjálfari KR Teitur Þórðarson verður næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Teitur tekur við liðinu í haust af þeim Sigursteini Gíslasyni og Einari Þór Daníelssyni sem stýrt hafa KR frá því Magnúusi Gylfasyni var vikið frá störfum í lok júlí. Teitur Þórðarson var væntanlegur til landsins í kvöld en fyrirhugað er að skrifa undir samkomulag við hann í fyrramálið um þjálfun KR. Þá er blaðamannafundur fyrirhugaður fyrir hádegi þar sem ráðning hans verður kynnt. Sport 14.10.2005 06:41 Merkur áfangi hjá Rooney Táningurinn Wayne Rooney náði þeim merkilega áfanga um helgina að verða yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að spila 100 leiki. Sport 14.10.2005 06:41 Meistaradeildin er betri en HM Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Meistaradeild Evrópu sé sterkari og skemmtilegri keppni en sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Sport 14.10.2005 06:41 Yakubu kemur Boro yfir Framherjinn sterki Yakubu hjá Middlesbrough var nú rétt í þessu að koma Boro yfir 1-0 á móti Arsenal, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal óð í færum framan af leik en nú hafa heimamenn tekið forystuna á 40. mínútu. Thierry Henry leikur ekki með Arsenal í dag vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:41 Við áttum að vinna þennan leik Arsene Wenger var ekki par kátur með frammistöðu sinna manna í Arsenal þegar liðið lá fyrir Middlesbrough í dag. Wenger sagði sína menn hafa verið betri allan leikinn og þótti þá eiga skilið að vinna hann. Sport 14.10.2005 06:41 Reynir meistari í þriðju deild Reynir frá Sandgerði varð í dag 3. deildar meistari, þegar liðið lagði Sindra frá Höfn í Hornafirði 4-1. Í leiknum um þriðja sætið sigruðu Gróttumenn Leikni frá Fáskrúðsfirði 5-4 í hörkuleik. Sport 14.10.2005 06:41 Draumur í dós Við byrjuðum þennan leik reyndar á hælunum en það var fínt að fá á okkur þetta mark. Þetta var eins og gusa framan í okkur og áttu þær ekki möguleika eftir að við byrjuðum að skora okkar mörk," sagði fyrirliði og markvörður Breiðabliks, Þóra Helgadóttir, eftir bikarsigurinn í gær. Sport 14.10.2005 06:41 Blikar lyftu bikarnum í 1. deild Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á KA í Kópavogi í dag og fengu afhentan bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deildinni eftir leikinn. KA menn þurftu helst að sigra í leiknum, því þeir voru í harðri baráttu við Víking um að komast upp í Landsbankadeild að ári, en þeim varð ekki að ósk sinni. Sport 14.10.2005 06:41 Blikar í vænlegri stöðu Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í vænlega stöðu í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli, en þær leiða sem stendur 4-1 gegn KR. Það var Tesia Ann Kozlowski sem skoraði þriðja mark Blikastúlkna eftir 52 mínútur og Gréta Mjöll bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Sport 14.10.2005 06:41 KS féll í aðra deild Völsungur á Húsavík vann góðan sigur á KS í sannkölluðum botnslag í fyrstu deild karla í dag, en með tapinu er ljóst að KS er fallið í aðra deild. Með sigrinum eiga Völsungar því enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni og eru sem stendur einu stigi frá fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir. Sport 14.10.2005 06:41 Betra að vera í úrvaldseildinni Mick McCarthy, stjóri Sunderland, er duglegur að finna ljósu punktana í afleitu gengi hans manna í úrvalsdeildinni og eftir tapið gegn Chelsea í gær, sagði hann að það væri í það minnsta betra að vera staddur í úrvalsdeildinni en í fyrstu deildinni. Sport 14.10.2005 06:41 Eto´o vill fara að vinna Framherjinn knái Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sent félögum sínum í liðinu skýr skilaboð fyrir næsta leik í spænsku deildinni, sem er einmitt gegn fyrrum félögum sínum í Mallorca. Sport 14.10.2005 06:41 Zidane frá í 3 vikur Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Sport 14.10.2005 06:41 Thierry Henry meiddur Franski markahrókurinn Thierry Henry mun ekki jafna markamet Ian Wright hjá Arsenal á morgun, því hann er meiddur á nára og missir því af leik liðsins við Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.10.2005 06:41 Allardyce vill taka við Englandi "Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill ólmur taka við enska landsliðinu þegar Sven-Göran Eriksson hættir með liðið, ef marka má orð umboðsmanns hans. Sport 14.10.2005 06:41 « ‹ 302 303 304 305 306 307 308 309 310 … 334 ›
Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. Sport 14.10.2005 06:41
Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. Sport 14.10.2005 06:41
Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. Sport 14.10.2005 06:41
Tap hjá Bjarna og félögum Plymouth, lið Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, tapaði 2-0 fyrir Norwich nú áðan, en Bjarni kom ekki við sögu í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Norwich á leiktíðinni, en lið Plymouth, sem nýverið rak stjóra sinn, á í miklum erfiðleikum þessa dagana. Sport 14.10.2005 06:41
Rooney skapheitur Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Sport 14.10.2005 06:41
Þeir áttu jafnteflið ekki skilið Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur við jafnteflið við grannaliðið Manchester City á Old Trafford í dag, en var þó nokkuð sáttur við leik sinna manna. Sport 14.10.2005 06:41
Hálfleikur á Englandi Fyrri hálfleik er nú lokið í flestum leikjanna sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni, en fá mörk hafa litið dagsins ljós fram að þessu. Staðan á Old Trafford er 1-0 fyrir Manchester United gegn grönnunum í Manchester City, en enn er markalaust hjá Tottenham og Liverpool. Sport 14.10.2005 06:41
Maccarone kemur Boro í 2-0 Massimo Maccarone hefur komið Middlesbrough í 2-0 gegn Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er útlitið orðið svart hjá bikarmeisturunum. Aðeins um stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Sport 14.10.2005 06:41
Wenger slær á létta strengi Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki vanur að vera mikill háðfugl, en þegar hann var spurður út í ráðningu grannaliðsins Tottenham á Damien Comolli á dögunum, sá hann ástæðu til að slá á létta strengi. Sport 14.10.2005 06:41
Middlesbrough lagði Arsenal 2-1 Middlesbrough vann frækinn sigur á Arsenal í síðasta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Yakubu og Massimo Maccarone sem komu heimamönnum í 2-0, en Spánverjinn Jose Antonio Reyes minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Arsenal, sem hefur nú tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Sport 14.10.2005 06:41
Breiðablik komið yfir Blikastúlkur voru rétt í þessu að komast yfir 2-1 gegn KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. KR stúlkur komust í 1-0 eftir aðeins fimm mínútna leik, en Blikastúlkur komust yfir 2-1 í blálokin á hálfleiknum. Sport 14.10.2005 06:41
Jol hrósar Michael Carrick Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, hrósaði miðjumanni sínum Michael Carrick í hástert eftir leikinn við Liverpool í dag og sagði hann hafa átt miðjuna í leiknum. Jol segist ekki skilja af hverju Carrick er ekki valinn í enska landsliðið. Sport 14.10.2005 06:41
Blikastúlkur bikarmeistarar Kvennalið Breiðabliks er bikarmeistari í kvennaflokki eftir sannfærandi 4-1 sigur á KR á Laugardalsvellinum, en leiknum lauk nú fyrir stundu. Breiðablik vann því tvöfalt í ár og gleðin er allsráðandi í Kópavogi í dag, því skömmu áður fengu karlarnir afhentann bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deild. Sport 14.10.2005 06:41
Þrír leikir á Sýn í dag Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo. Sport 14.10.2005 06:41
Leikjum lokið í ensku Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Sport 14.10.2005 06:41
Teitur Þórðarson næsti þjálfari KR Teitur Þórðarson verður næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Teitur tekur við liðinu í haust af þeim Sigursteini Gíslasyni og Einari Þór Daníelssyni sem stýrt hafa KR frá því Magnúusi Gylfasyni var vikið frá störfum í lok júlí. Teitur Þórðarson var væntanlegur til landsins í kvöld en fyrirhugað er að skrifa undir samkomulag við hann í fyrramálið um þjálfun KR. Þá er blaðamannafundur fyrirhugaður fyrir hádegi þar sem ráðning hans verður kynnt. Sport 14.10.2005 06:41
Merkur áfangi hjá Rooney Táningurinn Wayne Rooney náði þeim merkilega áfanga um helgina að verða yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að spila 100 leiki. Sport 14.10.2005 06:41
Meistaradeildin er betri en HM Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Meistaradeild Evrópu sé sterkari og skemmtilegri keppni en sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Sport 14.10.2005 06:41
Yakubu kemur Boro yfir Framherjinn sterki Yakubu hjá Middlesbrough var nú rétt í þessu að koma Boro yfir 1-0 á móti Arsenal, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal óð í færum framan af leik en nú hafa heimamenn tekið forystuna á 40. mínútu. Thierry Henry leikur ekki með Arsenal í dag vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:41
Við áttum að vinna þennan leik Arsene Wenger var ekki par kátur með frammistöðu sinna manna í Arsenal þegar liðið lá fyrir Middlesbrough í dag. Wenger sagði sína menn hafa verið betri allan leikinn og þótti þá eiga skilið að vinna hann. Sport 14.10.2005 06:41
Reynir meistari í þriðju deild Reynir frá Sandgerði varð í dag 3. deildar meistari, þegar liðið lagði Sindra frá Höfn í Hornafirði 4-1. Í leiknum um þriðja sætið sigruðu Gróttumenn Leikni frá Fáskrúðsfirði 5-4 í hörkuleik. Sport 14.10.2005 06:41
Draumur í dós Við byrjuðum þennan leik reyndar á hælunum en það var fínt að fá á okkur þetta mark. Þetta var eins og gusa framan í okkur og áttu þær ekki möguleika eftir að við byrjuðum að skora okkar mörk," sagði fyrirliði og markvörður Breiðabliks, Þóra Helgadóttir, eftir bikarsigurinn í gær. Sport 14.10.2005 06:41
Blikar lyftu bikarnum í 1. deild Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á KA í Kópavogi í dag og fengu afhentan bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deildinni eftir leikinn. KA menn þurftu helst að sigra í leiknum, því þeir voru í harðri baráttu við Víking um að komast upp í Landsbankadeild að ári, en þeim varð ekki að ósk sinni. Sport 14.10.2005 06:41
Blikar í vænlegri stöðu Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í vænlega stöðu í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli, en þær leiða sem stendur 4-1 gegn KR. Það var Tesia Ann Kozlowski sem skoraði þriðja mark Blikastúlkna eftir 52 mínútur og Gréta Mjöll bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Sport 14.10.2005 06:41
KS féll í aðra deild Völsungur á Húsavík vann góðan sigur á KS í sannkölluðum botnslag í fyrstu deild karla í dag, en með tapinu er ljóst að KS er fallið í aðra deild. Með sigrinum eiga Völsungar því enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni og eru sem stendur einu stigi frá fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir. Sport 14.10.2005 06:41
Betra að vera í úrvaldseildinni Mick McCarthy, stjóri Sunderland, er duglegur að finna ljósu punktana í afleitu gengi hans manna í úrvalsdeildinni og eftir tapið gegn Chelsea í gær, sagði hann að það væri í það minnsta betra að vera staddur í úrvalsdeildinni en í fyrstu deildinni. Sport 14.10.2005 06:41
Eto´o vill fara að vinna Framherjinn knái Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sent félögum sínum í liðinu skýr skilaboð fyrir næsta leik í spænsku deildinni, sem er einmitt gegn fyrrum félögum sínum í Mallorca. Sport 14.10.2005 06:41
Zidane frá í 3 vikur Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Sport 14.10.2005 06:41
Thierry Henry meiddur Franski markahrókurinn Thierry Henry mun ekki jafna markamet Ian Wright hjá Arsenal á morgun, því hann er meiddur á nára og missir því af leik liðsins við Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.10.2005 06:41
Allardyce vill taka við Englandi "Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill ólmur taka við enska landsliðinu þegar Sven-Göran Eriksson hættir með liðið, ef marka má orð umboðsmanns hans. Sport 14.10.2005 06:41