Box

Fréttamynd

Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn

Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Davíð lagði Golíat - Valuev tapaði

Rússneska tröllið Nikolai Valuev tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í nótt þegar hann tapaði fyrir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í þungavigt. Valuev var ósigraður í 46 bardögum. Hinn hugaði andstæðingur hans lét sig ekki muna um að vera feti lægri og 40 kílóum léttari og vann verðskuldaðan sigur.

Sport
Fréttamynd

Ófreskjan mætir Hvíta-Tyson á Sýn í kvöld

Það verður sannkallaður þungavigtarbardagi á dagskrá Sýnar í kvöld þegar rússneska tröllið Nikolai Valuev tekur á móti Ruslan Chagaev frá Úsbekistan í Stuttgart í Þýskalandi. Valuev er handhafi WBA beltisins og hefur ekki tapað í 46 bardögum. Bein útsending Sýnar hefst klukkan 21:55. Chagaev hefur notað óhefðbundnar aðferðir við æfingar til að búa sig undir að mæta tröllinu.

Sport
Fréttamynd

Þetta var mexíkóskur bardagi

Juan Manuel Marquez vann í nótt sigur á fyrrum heimsmeistaranum Marco Antonio Barrera í einvígi þessara mögnuðu mexíkósku hnefaleikara í Las Vegas. Marquez er því handhafi WBC titilsins í fjaðurvigt, en var sigur hans á stigum nokkuð umdeildur þar sem nokkur vafaatriði settu svip sinn á bardagann.

Sport
Fréttamynd

Klitschko fór létt með Austin

Úkraínski hnefaleikakappinn Vladimir Klitschko varði IBF-heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt með því að sigra Bandaríkjamanninn Ray Austin í bardaga þeirra í Þýskalandi. Austin reyndist Klitschko auðveld bráð og var bardaginn stöðvaður strax í annari lotu.

Sport
Fréttamynd

Það eru örlög mín að verða óumdeildur meistari

Gamla brýnið Evander Holyfield segir það vera örlög sín að verða óumdeildur heimsmeistari í þungavigt hnefaleika áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna. Holyfield er 44 ára gamall og tók hanskana af hillunni á síðasta ári. Þá vann hann tvo bardaga og sá þriðji er á dagskránni í Texas þann 17. mars.

Sport
Fréttamynd

Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn

Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú.

Sport
Fréttamynd

Lennox Lewis hyggur á endurkomu í hringinn

Hnefaleikakappinn Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, er sagður vera að hugsa um að snúa aftur í hringinn á þessu ári, 41 árs að aldri. Aðilar innan hnefaleikahreyfingarinnar í Bandaríkjunum segja Lennox vera byrjaðan að æfa af fullum krafti fyrir bardaga sem fara skal fram síðar á þessu ári – gegn Vitali Klitschko frá Úkraínu.

Sport
Fréttamynd

Castillo næsti andstæðingur Hattons

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton fær erfiðan andstæðing næst þegar hann stígur inn í hringinn, en í dag var staðfest að hann mæti fyrrum heimsmeistaranum Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní í sumar. Bardaginn verður í Thomas and Mack Center, höllinni sem hýsti stjörnuleikinn í NBA í nótt og tekur 17.000 manns í sæti.

Sport
Fréttamynd

Rotaði andstæðinginn á 55 sekúndum

Breski hnefaleikarinn Amir Khan heldur áfram að klífa metorðastigann í boxinu en í gærkvöld rotaði hann Mohammed Medjadi á aðeins 55 sekúndum í viðureign þeirra á Wembley. Þetta var ellefti sigur hins tvítuga Khan í ellefu bardögum og er mál manna að styttist í að þetta mikla efni fari nú að berjast um alvöru titla.

Sport
Fréttamynd

Collazo átti ekki möguleika í Mosley

Bandaríkjmaðurinn Shane Mosley tryggði vann öruggan sigur á landa sínum Luis Collazo þegar kapparnir mættust í hringnum í Las Vegas í nótt. Hinn 35 ára gamli Moseley sem er þrefaldur heimsmeistari var mun sneggri og höggfastari þó hann sé 10 árum eldri en Collazo.

Sport
Fréttamynd

Mayweather: Hatton er fitubolla

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið.

Sport
Fréttamynd

Klitschko snýr aftur

Úkraínski hnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að taka hanskana fram að nýju og stefnir á að mæta Rússanum Oleg Maskaev þann 21. apríl nk. Klitschko lagði hanskana á hilluna árið 2005 en segist vilja snúa aftur til að uppfylla æskudraum sinn.

Sport
Fréttamynd

Tyson lýsir yfir sakleysi sínu

Hnefaleikarinn Mike Tyson lýsti yfir sakleysi sínu í gær þegar hann kom fyrir dómara í Arizona í Bandaríkjunum, en hann er ákærður fyrir fíkniefnavörslu og að hafa ekið undir áhrifum þann 29. desember sl.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegur sigur Ricky Hatton

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton stimplaði sig endanlega inn í hjörtu Bandaríkjamanna í nótt þegar hann vann sannfærandi sigur á Kólumbíumanninum Juan Urango á stigum og endurheimti IBF beltið í léttveltivigt. Talið er víst að Hatton muni næst mæta Jose Luis Castillo sem vann sinn bardaga í Las Vegas í nótt.

Sport
Fréttamynd

Fyrirhafnarlítill sigur hjá Valuev

Tröllið Nikolay Valuev átti nokkuð náðugt kvöld í Sviss í gærkvöldi þegar hann tryggði sér WBC heimsmeistaratitilinn í þungavigt með sigri á Bandaríkjamanninum Jameel McCline, eftir að sá síðarnefndi sleik liðband í hnénu á sér í þriðju lotu og varð að hætta.

Sport
Fréttamynd

Hnefaleikaveisla á Sýn í kvöld og nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á rosalega boxveislu í nótt þar sem leikar hefjast í Sviss með viðureign ófreskjunnar Nikolay Valuev og Jameel McCline, en svo verður skipt yfir til Las Vegas þar sem meðal annars eigast við Ricky Hatton og Juan Urango. Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson lýsa bardögunum eins og þeim einum er lagið og hefst veislan klukkan 20:50 og stendur fram til morguns.

Sport
Fréttamynd

Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi

Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann.

Sport
Fréttamynd

Hatton einbeitir sér að Urango

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ætla að einbeita sér algjörlega að því að sigra Kólumbíumanninn Juan Urango annað kvöld, en heyrst hefur að menn í herbúðum Hatton séu þegar farnir að huga að næsta bardaga - sem væntanlega yrði gegn Jose Luis Castillo. Castillo verður einmitt í eldlínunni á Sýn annað kvöld eins og Ricky Hatton.

Sport
Fréttamynd

Muhammad Ali 65 ára í dag

Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali er 65 ára gamall í dag og af því tilefni verður sérstakur afmælisþáttur til heiðurs kappanum á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 21:50. Ali er almennt álitinn einn besti íþróttamaður sem uppi hefur verið, en hann var auk þess einstaklega litríkur í tilsvörum eins og eftirfarandi tilvitnanir bera með sér.

Sport
Fréttamynd

Khan of upptekinn fyrir leiklistina

Breski hnefaleikarinn Amir Khan sagði í samtali við götublaðið The Sun að hann væri búinn að afþakka fjölda tilboða um að leika í kvikmyndum í Bollywood, sem er gælunafn kvikmyndaiðnaðarins á Indlandi. Khan hefur unnið alla tíu bardaga sína sem atvinnumaður og segist ætla að einbeita sér að boxinu í nánustu framtíð - þó hann útiloki ekki að reyna fyrir sér í kvikmyndunum einn daginn.

Sport
Fréttamynd

Urango tilbúinn að mæta Ricky Hatton

Kólumbíumaðurinn Juan Urango segist vera meira en tilbúinn í slaginn fyrir bardaga sinn gegn hinum magnaða og ósigraða Ricky Hatton í Las Vegas á laugardagskvöld, en bardaginn verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ricky Hatton lofar góðri sýningu í Vegas

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur lofað því að gefa áhorfendum eitthvað gott fyrir aurinn þegar hann berst í fyrsta skipti í Las Vegas í Bandaríkjunum annað kvöld. Búist er við því að 3000 Bretar muni mæta og sjá hetjuna sína berjast við Kólumbíumanninn Juan Orango um IBF beltið.

Sport
Fréttamynd

Frábært boxkvöld á Sýn 20. janúar

Það verður mikið um dýrðir í boxinu á Sýn laugardagskvöldið 20. janúar næstkomandi en þá verða tveir risabardagar sýndir beint. Fyrri bardaginn verður viðureign ófreskjunnar Nicolai Valuev og Jameel McCline um WBC beltið í þungavigt sem fram fer í Sviss og að honum loknum verður skipt yfir til Las Vegas þar sem Ricky Hatton berst við Juan Urango.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Peter

Nígeríska martröðin Samuel Peter vann í nótt öruggan sigur á Andrew Toney í þungavigt hnefaleika þegar kapparnir mættust öðru sinni í Flórída í Bandaríkjunum. Peter náði Toney einu sinni í gólfið og vann örugglega á stigum. Hann vonast nú til að hafa öðlast rétt til að mæta Oleg Maskaev um WBC beltið.

Sport
Fréttamynd

Toney og Peter mætast í nótt

Það verða sannkallaðir þungavigtarmenn í sviðsljósinu á Sýn í kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá bardaga Andrew Toney og Samuel Peter. Toney er 38 ára refur en "nígeríska martröðin" Peters er aðeins 26 ára og er einn efnilegasti maðurinn í þungavigtinni í dag.

Sport
Fréttamynd

Mike Tyson er dópisti

Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur viðurkennd að hann eigi við fíkniefnavanda að stríða eftir að lögreglu menn í Pheonix fundu kókaín í bifreið hans fyrir helgi. Tyson var handtekinn en þó ekki fyrir ölvunarakstur, eins og fyrst var greint frá.

Sport
Fréttamynd

Mike Tyson keyrði fullur

Lögreglan í Pheonix í Bandaríkjunum greindi í dag frá því að hnefaleikakappinn Mike Tyson hefði verið handtekinn um jólin vegna ölvunaraksturs. Tyson mun mæta fyrir rétt síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Khan ætlar að verða heimsmeistari á næsta ári

Hnefaleikarinn ungi Amir Khan frá Bretlandi hefur lýst því yfir að hann ætli sér að verða heimsmeistari á næsta ári, en hinn tvítugi Khan hefur unnið tíu bardaga í röð síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Khan vann sinn fyrsta titil hjá IBF sambandinu á dögunum og ætlar að feta í fótspor Mike Tyson og verða heimsmeistari 20 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Taylor varði titla sína

Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor varði í nótt WBC og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Úgandamanninum Kassim Ouma í heimabæ sínum Little Rock í Arkansas. Taylor reyndi hvað hann gat til að rota andstæðing sinn en það tókst honum ekki og varð hann að láta sér nægja að sigra á stigum. Bardaginn var sýndur beint á Sýn.

Sport