Tækni

Fréttamynd

BitTorrent ætla að selja löglegt efni

Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

IBM styðja ekki Linux frá Oracle

IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið?

Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla

Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Risarnir saman á sviði

Steve Jobs forstjóri Apple og Bill Gates forstjóri Microsoft munu stíga saman á svið í vor á tækniráðstefnu sem haldin verður á vegum Wall Street Journal í Kaliforníu. Jobs og Gates hafa verið aðalleikarar á tölvuöld í meira en þrjátíu ár. Þeir munu saman fjalla um stafræna byltingu undanfarinna ára og framtíð tækninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jobs og Gates stíga saman á svið en það gerðu þeir síðast á samskonar ráðstefnu fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot

Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupa tölvur vegna Vista

Sprenging hefur orðið í sölu á nýjum heimilistölvum eftir að Windows Vista kom út. Samkvæmt sölutölum í Bandaríkjunum jókst salan um heil 173% á milli vikna eftir að stýrikerfið nýja kom út í lok janúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube að ganga af netinu dauðu?

Vefsíður á borð við YouTube gætu gengið af internetinu dauðu. Internetfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðist í gríðarlegar fjárfestingar til að anna því stóraukna gagnamagni sem flæðir um internetið eftir að myndbandasíður á netinu öðluðust stórauknar vinsældir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Erlent
Fréttamynd

Eltu vekjaraklukkuna

Nú er komin lausn fyrir þá sem aldrei vakna við vekjaraklukkuna á morgnanna. Þetta er vekjaraklukka sem ekki aðeins skapar svakalegan hávaða heldur rúllar hún af stað um leið og hún hringir. Sá sem sefur á sínu græna eyra þarf því að vakna og elta vekjaraklukkuna uppi til að slökkva á henni. Má þá gera ráð fyrir að flestir séu vaknaðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

DVD spilara í sólskyggnið

Nú hafa græjufíklar fengið sniðuga viðbót til að gera bílinn sinn enn nýtískulegri. Þessi græja er í raun DVD-spilari með 7 tommu LCD-skjá sem sýnir gríðarlega skýra mynd innbyggður í sólskyggni bíls.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vefverslanir nýta sér vinsældir YouTube

Þeir sem markaðsetja vörur á netinu eru nú í síauknum mæli farnir að nýta sér fádæma vinsældir myndskeiða á netinu á síðum eins og YouTube. Netverslanirnar leggja nú metnað sinn í að gera fyndna „sketsa“ og setja þá á netið sem og að bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við hið sama. Hvort uppátækið beri tilætlaðan árangur til lengri tíma litið skal ósagt látið en víst að það er tilraunarinnar virði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun.

Erlent
Fréttamynd

Windows Vista komið út

Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Samráð um verð á vinnsluminnum

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn

Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Google kaupir YouTube

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Bara Vodafone

Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs

Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica.

Innlent
Fréttamynd

Notendum fjölgar um 66% milli vikna

Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%.

Innlent
Fréttamynd

Toshiba innkallar rafhlöður

Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir

Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvíburakort hjá Símanum

Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt númer í tveimur GSM símtækjum

Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum mögulegt að hafa eitt og sama símanúmerið í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar til dæmis þeim sem eru með símtæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma.

Innlent