Spænski boltinn

Fréttamynd

Guardiola boðinn nýr samningur á Nývangi

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnustjóranum Pep Guardiola hjá Barcelona hafi verið boðinn nýr og betri samningur við félagið en nánast fullkomið síðasta keppnistímabil þegar Börsungar unnu þrennuna, deild, bikar og meistaradeild.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan fetaði í fótspor Eiðs Smára

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð fyrsti nýi leikmaðurinn í þrjú ár hjá Barcelona sem skoraði í sínum fyrsta deildarleik með félaginu. Sá sem gerði það síðast var Eiður Smári Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan skoraði fyrir Barca

Zlatan Ibrahimovic skoraði í sínum fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni með Barcelona er liðið vann 3-0 sigur á Sporting Gijon í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Eiðs Smára skýrist á morgun

Það mun ekki skýrast fyrr en á morgun hver framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen verður. Lokadagur félagaskiptagluggans er á morgun og þá kemur í ljós hvort Eiður fari frá Barcelona eða verði áfram í herbúðum félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico Madrid segir Heitinga ekki vera á förum

Forráðamenn spænska félagsins Atletico Madrid hafa tekið fyrir það að varnarmaðurinn Johnny Heitinga sé á förum frá félaginu en spænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Everton væri búið að leggja fram kauptilboð í landsliðsmanninn hollenska.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben á leið til Bayern

Bayern München og Real Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Hollendingnum Arjen Robben, leikmanni Real. Það er talið vera um 22 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Real gefst upp á Ribery

Framkvæmdastjóri Real Madrid, Jorge Valdano, hefur gefið það út að Real Madrid sé endanlega hætt við að reyna að fá Franck Ribery til félagsins.

Fótbolti