Spænski boltinn

Fréttamynd

Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus

Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári semur við Adidas

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro fær Gullknöttinn

Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Við vorum heppnir

Fabio Capello viðurkenndi fúslega að hans menn í Real Madrid hefðu haft heilladísirnar á sínu bandi í gær þegar þeir lögðu Valencia 1-0 á Mestalla í Valencia. Þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 13 mánuði, en Fabio Capello er greinilega að setja stimpil sinn á lið Real Madrid sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon ekki búinn að gefast upp

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul tryggði Real mikilvægan sigur

Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham orðaður við West Ham

Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymdi um að skora svona mark

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn

Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint.

Fótbolti
Fréttamynd

Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiði Smára líkt við Romario

Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard ánægður með Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári: Mörkin munu koma

Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona þarf ekki nýjan sóknarmann – þeir eiga annan Messi

Mikið hefur rætt og skrifað um nauðsyn þess að Barcelona fái til sín nýjan sóknarmann í fjarveru Samuel Eto´o og Lio Messi. En færri vita að með spænskum ríkisborgararétt Rafel Marques hafa opnast dyr fyrir 17 ára undrabarn í herbúðum liðsins – hinn 17 ára gamla Giovani.

Fótbolti
Fréttamynd

Getum vel unnið án Messi og Eto´o

Ludovic Giuly, franski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, segir að liðið þurfi ekki á auknum liðsstyrk að halda þótt að Lionel Messi og Samuel Eto´o séu frá næstu vikur vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi hefði átt að fara í aðgerð í sumar

Læknir argentínska landsliðsins í fótbolta segir nýlegt ristarbrot Lionel Messi ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann hefði verið mjög tæpur í fætinum síðustu mánuði. Læknirinn segir Barcelona hafa hunsað ráð sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro verður valinn bestur

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro verður valinn leikmaður ársins af franska fótboltatímaritinu France Football, að því er Ramon Calderon, forseti Real Madrid, heldur fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Becks stakk af í brúðkaup Cruise

David Beckham er sagður vera kominn í ónáð hjá þjálfara sínum hjá Real Madrid, Fabio Capello, fyrir að mæta í brúðkaup kvikmyndaleikarans Tom Cruise.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho vill fá Lampard til Barcelona

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist ólmur vilja fá enska landsliðsmanninn Frank Lampard til Katalóníu. Lampard skoraði frábært mark í viðureign Chelsea og Barcelona á Nou Camp fyrir skömmu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kippir sér ekki upp við ummæli Mourinho

Eiður Smári Guðjohnsen lét sér fátt um finnast í dag þegar hann var spurður út í ummæli fyrrum stjóra síns í sinn garð, en Jose Mourinho kallaði hann leikara fyrir leik Barcelona og Chelsea í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Erum ánægðir með hópinn

Brasilíski varnarmaðurinn Silvinho hjá Barcelona að leikmenn séu ánægðir með þann hóp leikmanna sem er leikfær í liðinu. Aðeins fjórir sóknarmenn eru í þeim hópi og einn þeirra Eiður Smári Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Ricardo framlengir við Osasuna

Markvörðurinn Ricardo hefur framlengt samning sinni við spænska liðið Osasuna um tvö ár og verður því hjá félaginu til ársins 2009. Ricardo var áður hjá Manchester United, en hann fékk sjálfkrafa eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að hafa spilað yfir 60% leikja liðsins á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Marca segir Cannavaro fá Gullknöttinn

Spænska útvarpsstöðin Marca í Madrid heldur því fram eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid muni verða sæmdur Gullknettinum í lok mánaðarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid skrifar undir risasamning

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid hefur skrifað undir nýjan sjö ára sjónvarpsréttarsamning við óuppgefinn aðila að verðmæti 800 milljóna evra, eða rúma 72 milljarða króna. Ramon Calderon, forseti Real, segir þetta stærsta sjónvarpssamning íþróttafélags í sögunni og ætlar að gefa upp nafn sjónvarpsstöðvarinnar sem hér um ræðir eftir nokkra daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia hefur augastað á Lippi og Buffon

Fréttir á Spáni herma að yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia hafi lýst því yfir að félagið ætli sér að hreppa Ítalana Marcello Lippi og Gianluigi Buffon til liðs við sig á næstunni. Þetta var rætt á stjórnarfundi hjá félaginu.

Fótbolti