Ítalski boltinn

Fréttamynd

Antonio Conte úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann

Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann. Conte áfrýjaði dómi sem féll fyrr í þessum mánuði þar sem hann var fundinn sekur um að hafa vitað um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja hjá Siena sem hann þjálfaði 2010-2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte sannfærður um sýknudóm

Antonio Conte, þjálfari Juventus, heldur enn fram sakleysi sínu "Scommessopoli-hneykslinu" en því er haldið fram að hann hafi vitað um um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja. Hann er sakaður um að þegja yfir upplýsingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Montella vongóður um að halda Jovetic

Vinzeno Montella knattspyrnustjóri Fiorentina er vongóður um að hann geti haldið Svartfellingnum Stevan Jovetic hjá félaginu þrátt fyrir að mörg af stærstu liðum Evrópu séu á höttunum eftir honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vann Berlusconi-bikarinn

Juventus vann 3-2 sigur á AC Milan í kvöld í árlegum leik liðanna um Berlusconi-bikarinn en þetta er minningarleikur Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, um föður sinn Luigi Berlusconi og fer alltaf fram á San Siro í ágústmánuði. Nú var spilað um Berlusconi-bikarinn í 22. sinn en Juve var að vinna hann í tíunda skiptið.

Fótbolti
Fréttamynd

Hungurverkfall Pesoli á enda

Ítalski knattspyrnumaðurinn Emanuele Pesoli batt í gær enda á vikulangt hungurverkfall sitt. Pesoli var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára bann frá knattspyrnu fyrir sinn þátt í hagræðingu úrslita í leik með Siena í ítölsku deildakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ársmiðasala hjá AC Milan gengur afar illa

Það gengur illa að selja ársmiða hjá ítalska stórliðinu AC Milan fyrir komandi keppnistímabil. Félagið hefur selt stærstu stjörnur liðsins, Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva, og stuðningsmenn liðsins hafa haldið að sér höndum varðandi kaup á ársmiðu. Salan hefur ekki verið lélegri frá árinu 1986.

Fótbolti
Fréttamynd

Rossi vill fara til AC Milan

Síðasta tímabil var erfitt fyrir ítalska framherjann Giuseppe Rossi. Hann var mikið meiddur og náði aðeins að spila 14 leiki fyrir Villarreal sem saknaði hans mikið og féll úr spænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon segir að þjálfari sinn óttist ekkert

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, ætlar að standa með þjálfara sínum Antonio Conte þrátt fyrir að Conte hafi verið dæmdur í tíu mánaða bann af ítalska knattspyrnusambandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu.

Fótbolti
Fréttamynd

Inzaghi tekur við unglingaliði AC Milan

Það verður ekkert að því að ítalski framherjinn Filippo Inzaghi semji við lið í Englandi því kappinn hefur samþykkt að taka við unglingaliði AC Milan. Inzaghi var einn af mörgum eldri leikmönnum AC Milan sem fengu ekki nýjan samning hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan semur við PSG

Sky Sport Italia greinir frá því að Zlatan Ibrahimovic hafi samþykkt að ganga til liðs við Paris Saint-Germain. Samningurinn, sem er til þriggja ára, er talinn vera 39 milljóna evra virði eða sem nemur um sex milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Silva á leið til PSG

Gazzetta dello Sport greinir frá því að AC Milan hafi tekið kauptilboði Paris St-Germain í Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva. Vitnað er í Silvio Berlusconi, eiganda Mílanóliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir Bjarnason lánaður Pescara

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur verið lánaður til Pescara sem leikur í efstu deild ítalska boltans. Aftonbladet greinir frá þessu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lucio í læknisskoðun hjá Juventus

Brasilíski miðvörðurinn Lucio er á leið til Ítalíumeistara Juventus. Félagið staðfesti að kappinn væri á leið í læknisskoðun á Twitter-síðu sinni í dag.

Fótbolti