Ítalski boltinn

Mark Hughes vill Ferrari
Manchester City hefur blandað sér í kapphlaupið um ítalska varnarmanninn Matteo Ferrari. Hann er á frjálsri sölu en samningur hans við Roma er runninn út.

Ronaldinho til AC Milan?
Ítalska liðið AC Milan gaf það út að Emmanuel Adebayor hjá Arsenal væri eini leikmaðurinn á óskalista sumarsins. Nú er ljóst að það hefur breyst því félagið hefur einnig áhuga á Ronaldinho.

Donadoni opinberlega hættur
Ítalskir fjölmiðlar búast fastlega við því að Marcello Lippi muni taka við ítalska landsliðinu á nýjan leik. Roberto Donadoni er hættur með liðið en það var opinberað í dag.

Inter á eftir Quaresma
Blaðið A Bola í Portúgal segir að Inter sé að ganga frá kaupum á Ricardo Quaresma frá Porto. Chelsea hefur einnig verið sterklega orðað við leikmanninn.

Adebayor nálgast AC Milan
Fjölmiðlar á Ítalíu halda því fram að AC Milan sé komið nálægt því að krækja í sóknarmanninn Emmanuel Adebayor frá Arsenal. Það muni aðeins þremur milljónum punda.

Roberto Donadoni rekinn
Ítalska knattspyrnusambandið hefur rekið Roberto Donadoni en Ítalía féll úr keppni í átta liða úrslitum Evrópumótsins sem nú stendur yfir. Donadoni tók við þjálfun Ítalíu sumarið 2006.

Snúa Nesta og Totti aftur ef Lippi tekur við Ítalíu?
Sögusagnir eru í gangi um að Francesco Totti og Alessandro Nesta ætli að taka landsliðsskóna úr hillunni ef Marcello Lippi tekur aftur við ítalska landsliðinu. Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Lippi sé að snúa aftur í stólinn.

Byrjar og endar Evrópumótið
Ítalski dómarinn Roberto Rosetti fær þann heiður að flauta Evrópumótið á og einnig af. Hann dæmdi opnunarleik mótsins og nú hefur hann verið valinn til að dæma sjálfan úrslitaleikinn á sunnudag.

Óvissa um framtíð Donadoni
Ítalska knattspyrnusambandið hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. Talið var að Donadoni yrði látinn taka pokann sinn ef ítalska liðið næði ekki að komast í undanúrslit EM.

Mourinho gagnrýnir Barcelona
Jose Mourinho hefur gagnrýnt Barcelona og sakar hann Marc Ingla, varaforseta félagsins, um lygar.

Milan: Adebayor eða enginn
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að félagið sé aðeins á höttunum eftir Emmanuel Adebayor hvað sóknarmenn varðar. Ef ekki hann þá mun félagið ekki kaupa sóknarmann í sumar.

Galliani segir ómögulegt að keppa við City
Adriano Galliani segir ómögulegt að geta boðið jafn vel og Manchester City hefur boðið Ronaldinho í laun.

Kaka vill ekki fara til Chelsea
Kaka segist engan áhuga á að yfirgefa herbúðir AC Milan en hann hefur sterklega verið orðaður við Chelsea.

Zambrotta til AC Milan
AC Milan hefur staðfest að félagið hefur krækt í ítalska bakvörðinn Gianluca Zambrotta frá Barcelona. Samingaviðræður Zambrotta við Börsunga sigldu í strand og er leikmaðurinn á leið heim.

Chelsea getur gleymt Kaka
AC Milan hefur tilkynnt Chelsea að enska félagið geti gleymt því að fá brasilísku ofurstjörnuna Kaka. Luis Felipe Scolari, nýr stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi Kaka og sambandið milli þeirra tveggja mjög gott.

Zambrotta á förum frá Barcelona
Varnarmaðurinn Gianluca Zambrotta er á förum frá Barcelona en viðræður um nýjan samning sigldu í strand. Líklegast er talið að Zambrotta muni semja við AC Milan um næstu mánaðarmót.

Rozehnal semur við Lazio
Lazio hefur gengið frá kaupum á tékkneska landsliðsmanninum David Rozehnal sem hefur verið í láni þar frá Newcastle síðan um áramótin.

Deco enn óákveðinn
Deco, leikmaður portúgalska landsliðsins og Barcelona, er enn óákveðinn hvort hann vilji ganga til liðs við Chelsea eða Inter Milan.

Maldini hættur við að hætta
Ítalska goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan er hættur við að leggja skóna á hilluna og ætlar að spila eitt ár til viðbótar með liði sínu. Maldini, sem verður fertugur síðar í þessum mánuði, hefur undirritað eins árs samning við Milan.

Figo verður áfram hjá Inter
Jose Mourinho hefur staðfest að Portúgalinn Luis Figo verði áfram í herbúðum Inter á næstu leiktíð.

Mutu þarf að greiða Chelsea himinháa sekt
Adrian Mutu, leikmaður Fiorentina, þarf að greiða Chelsea 9,6 milljónir punda í miskabætur. Það eru um 1,4 milljarður íslenskra króna.

Mancini er miður sín
Stjórnarmaður hjá Inter, Gabriele Oriali, segir að Roberto Mancini eigi mjög erfitt með að sætta sig við að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá félaginu. Mancini er víst niðurbrotinn maður um þessar mundir.

Emil: Skal skrifa undir á morgun ef þetta er satt
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er orðaður við Lazio í ítölskum fjölmiðlum. Emil og félagar í Reggina héldu sæti sínu í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Ancelotti yfirgefur ekki AC Milan
Carlo Ancelotti segist ekki vera að taka við Chelsea, hann vilji halda áfram sem þjálfari AC Milan um ókomin ár. Stjórnarmenn AC Milan segja að Ancelotti sé alls ekki á förum frá félaginu.

Gerir Mourinho innrás hjá Chelsea?
Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Inter á Ítalíu, útilokar ekki að hann muni reyna að fá eitthvað af fyrrum leikmönnum sínum hjá Chelsea til liðs við sig í framtíðinni.

Gamberini í stað Cannavaro
Varnarmaðurinn Alessandro Gamberini hjá Fiorentina hefur verið kallaður í ítalska landsliðshópinn í stað Fabio Cannavaro. Á æfingu í gær meiddist Cannavaro og ljóst að hann verður frá í nokkurn tíma og leikur ekki með á komandi Evrópumóti.

Mourinho ræddi við blaðamenn
Jose Mourinho hélt í morgun sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari Inter. Hann sagði að stefna sín væri að leiða Inter enn hærra.

Cannavaro ekki með á EM
Varnarmaðurinn Fabio Cannavaro þurfti að yfirgefa völlinn á börum á æfingu ítalska landsliðsins í dag. Þetta var fyrsta æfing ítalska liðsins í Austurríki en Evrópumótið hefst um komandi helgi.

AC Milan reynir við Eto'o
Ítalska liðið AC Milan hefur staðfest að sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé helsta skotmark þess á leikmannamarkaðnum í sumar. AC Milan hefur verið sterklega orðað við Ronaldinho, félaga hans hjá Barcelona, en Carlo Ancelotti vill frekar fá Eto'o.

Mourinho tekinn við Inter
Ítalíumeistarar Inter tilkynna á heimasíðu sinni að Jose Mourinho sé tekinn við stjórnartaumum liðsins. Þetta kemur ekki á óvart en Mourinho hefur verið sterklega orðaður við liðið síðan Roberto Mancini var rekinn.