Ítalski boltinn Hvað er málið með Materazzi? Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Fótbolti 29.1.2007 12:23 Inter vann 14. leikinn í röð Inter Milan er áfram með 11 stiga forystu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið sinn 14. sigur í röð í gærkvöldi. Liðið vann þá Sampdoria, 2-0, en helstu keppinautarnir í Roma gera það sem þeir geta til að halda í við Inter og unnu 1-0 sigur á Siena um helgina. Fótbolti 29.1.2007 12:08 Ronaldo: Real Madrid var helvíti Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina. Fótbolti 27.1.2007 13:02 Milan og Roma skildu jöfn AC Milan og Roma skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í undanúrslitum ítalska bikarsins á San Siro í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum frá Olivera og Inzaghi, en gestirnir jöfnuðu með mikilli baráttu með mörkum frá Perotta og Pizarro. Fótbolti 25.1.2007 22:30 Ronaldo á enn eftir að standast læknisskoðun Ekki er enn búið að setja stimpilinn á kaup AC Milan á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, þar sem leikmaðurinn á enn eftir að standast læknisskoðun. Forseti Milan segir að ekki komi til greina að ganga frá kaupunum nema Ronaldo sé í toppstandi, en sú hefur ekki alltaf verið raunin hjá Brassanum markheppna. Fótbolti 25.1.2007 20:02 Ronaldo farinn til Milan Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er genginn í raðir AC Milan og er kaupverðið sagt um 6 milljónir evra. Ronaldo lék áður með Inter á Ítalíu og er því öllum hnútum kunnugur í Mílanó. Hann er þrítugur og hafði átt erfitt uppdráttar hjá Real síðan Fabio Capello tók þar við stjórnartaumum. Fótbolti 25.1.2007 13:03 Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu. Fótbolti 23.1.2007 13:40 Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. Fótbolti 21.1.2007 16:41 Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. Fótbolti 18.1.2007 19:30 Salihamidzic fer til Juventus Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic hjá Bayern Munchen hefur gert samkomulag við ítalska liðið Juventus um að ganga í raðir þess næsta sumar. Salihamidzic er þrítugur og hefur verið hjá Bayern síðan árið 1998. Hann hefur samþykkt að skrifa undir fjögurra ára samning við ítalska félagið. Fótbolti 16.1.2007 14:52 Inter setti met á Ítalíu Inter Milan setti í gærkvöld met í ítölsku A-deildinni þegar liðið vann sinn 12. leik í röð. Í gær var það Torino sem lá í valnum, 3-1, en Adriano, Zlatan Ibrahimovich og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter. Þjálfarinn Roberto Mancini vill ekki gera of mikið úr metinu. Fótbolti 14.1.2007 11:27 Fyrsta tap Juve á tímabilinu Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag gegn Mantova á útivelli, 1-0. Sjálfsmark frá Robert Kovac réði úrslitunum í leiknum en við tapið fellur Juventus niður í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Napoli og einu stigi á eftir Mantova. Fótbolti 13.1.2007 20:03 Inter getur sett met með sigri á morgun Ítalíumeistarar Inter Milan geta sett nýtt met í ítölsku A-deildinni á morgun þegar keppni eftir hefst á ný þar í landi eftir vetrarfrí, en liðið vann sinn ellefta leik í röð í deildinni þegar það skellti Atalanta á síðasta keppnisdegi fyrir jólafrí. Liðið mætir Torino á morgun. Fótbolti 12.1.2007 19:36 Beckham hefði farið til AC Milan Adriano Galliani, yfirmaður AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hefði klárlega gert David Beckham tilboð ef hann hefði ekki ákveðið að fara til Bandaríkjanna næsta sumar. Þá sagði Galliani að félagið ætlaði ekki að bjóða í framherjann Ronaldo hjá Real Madrid eins og slúðrað hefur verið um í marga mánuði. Fótbolti 12.1.2007 16:43 Nedved neitaði Tottenham Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus segist hafa neitað tilboði um að ganga í raðir Tottenham og fleiri liða síðasta sumar. Hann segist hafa neitað tilboðinu því fjölskylda hans sé búin að koma sér svo vel fyrir í Tórínó og þar ætli hann að búa eftir að hann leggur skóna á hilluna. Enski boltinn 10.1.2007 15:27 Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. Fótbolti 9.1.2007 17:03 Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. Fótbolti 8.1.2007 18:20 Buffon íhugar að fara frá Juventus Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hefur viðurkennt að hann gæti farið frá Juventus áður en leiktíðinni í B-deildinni lýkur af því gefnu að liðið verði í toppsætinu þegar að því kemur. Fótbolti 7.1.2007 15:40 Figo fer til Sádí-Arabíu Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við lið Al-lttihad í Sadí Arabíu og gengur í raðir þess í sumar. Því hafði verið haldið fram að Figo færi til liðsins strax í þessum mánuði, en ekkert varð úr því. Fótbolti 7.1.2007 15:36 Milan lagði Juventus AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu. Fótbolti 6.1.2007 20:16 Framtíð Figo í uppnámi Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið. Fótbolti 4.1.2007 17:32 Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. Fótbolti 4.1.2007 14:48 Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. Fótbolti 3.1.2007 19:15 Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Fótbolti 2.1.2007 15:16 Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Fótbolti 31.12.2006 11:45 Milan staðfestir áhuga á Cassano AC Milan á Ítalíu hefur boðist til þess að fá ítalska sóknarmanninn Antonio Cassano að láni frá Real Madrid fram á vor, með hugsanleg kaup í huga eftir tímabilið. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru forráðamenn Real jákvæðir fyrir slíkum samningi. Fótbolti 28.12.2006 23:28 Totti vill hvergi annarstaðar vera Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun. Fótbolti 28.12.2006 14:56 Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. Fótbolti 25.12.2006 14:00 Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. Fótbolti 24.12.2006 10:57 Inter fær ekki aðstoð frá dómurum Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, hlær að öllum samsæriskenningum þess efnis að leikmenn liðsins njóti friðhelgi hjá dómurum deildarinnar. Nokkur umræða hefur verið á Ítalíu þess efnis að Inter sé í náðinni hjá hinum ýmsu dómurum, einhverra hluta vegna. Fótbolti 23.12.2006 12:11 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 197 ›
Hvað er málið með Materazzi? Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Fótbolti 29.1.2007 12:23
Inter vann 14. leikinn í röð Inter Milan er áfram með 11 stiga forystu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið sinn 14. sigur í röð í gærkvöldi. Liðið vann þá Sampdoria, 2-0, en helstu keppinautarnir í Roma gera það sem þeir geta til að halda í við Inter og unnu 1-0 sigur á Siena um helgina. Fótbolti 29.1.2007 12:08
Ronaldo: Real Madrid var helvíti Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina. Fótbolti 27.1.2007 13:02
Milan og Roma skildu jöfn AC Milan og Roma skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í undanúrslitum ítalska bikarsins á San Siro í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum frá Olivera og Inzaghi, en gestirnir jöfnuðu með mikilli baráttu með mörkum frá Perotta og Pizarro. Fótbolti 25.1.2007 22:30
Ronaldo á enn eftir að standast læknisskoðun Ekki er enn búið að setja stimpilinn á kaup AC Milan á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, þar sem leikmaðurinn á enn eftir að standast læknisskoðun. Forseti Milan segir að ekki komi til greina að ganga frá kaupunum nema Ronaldo sé í toppstandi, en sú hefur ekki alltaf verið raunin hjá Brassanum markheppna. Fótbolti 25.1.2007 20:02
Ronaldo farinn til Milan Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er genginn í raðir AC Milan og er kaupverðið sagt um 6 milljónir evra. Ronaldo lék áður með Inter á Ítalíu og er því öllum hnútum kunnugur í Mílanó. Hann er þrítugur og hafði átt erfitt uppdráttar hjá Real síðan Fabio Capello tók þar við stjórnartaumum. Fótbolti 25.1.2007 13:03
Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu. Fótbolti 23.1.2007 13:40
Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. Fótbolti 21.1.2007 16:41
Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. Fótbolti 18.1.2007 19:30
Salihamidzic fer til Juventus Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic hjá Bayern Munchen hefur gert samkomulag við ítalska liðið Juventus um að ganga í raðir þess næsta sumar. Salihamidzic er þrítugur og hefur verið hjá Bayern síðan árið 1998. Hann hefur samþykkt að skrifa undir fjögurra ára samning við ítalska félagið. Fótbolti 16.1.2007 14:52
Inter setti met á Ítalíu Inter Milan setti í gærkvöld met í ítölsku A-deildinni þegar liðið vann sinn 12. leik í röð. Í gær var það Torino sem lá í valnum, 3-1, en Adriano, Zlatan Ibrahimovich og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter. Þjálfarinn Roberto Mancini vill ekki gera of mikið úr metinu. Fótbolti 14.1.2007 11:27
Fyrsta tap Juve á tímabilinu Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag gegn Mantova á útivelli, 1-0. Sjálfsmark frá Robert Kovac réði úrslitunum í leiknum en við tapið fellur Juventus niður í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Napoli og einu stigi á eftir Mantova. Fótbolti 13.1.2007 20:03
Inter getur sett met með sigri á morgun Ítalíumeistarar Inter Milan geta sett nýtt met í ítölsku A-deildinni á morgun þegar keppni eftir hefst á ný þar í landi eftir vetrarfrí, en liðið vann sinn ellefta leik í röð í deildinni þegar það skellti Atalanta á síðasta keppnisdegi fyrir jólafrí. Liðið mætir Torino á morgun. Fótbolti 12.1.2007 19:36
Beckham hefði farið til AC Milan Adriano Galliani, yfirmaður AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hefði klárlega gert David Beckham tilboð ef hann hefði ekki ákveðið að fara til Bandaríkjanna næsta sumar. Þá sagði Galliani að félagið ætlaði ekki að bjóða í framherjann Ronaldo hjá Real Madrid eins og slúðrað hefur verið um í marga mánuði. Fótbolti 12.1.2007 16:43
Nedved neitaði Tottenham Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus segist hafa neitað tilboði um að ganga í raðir Tottenham og fleiri liða síðasta sumar. Hann segist hafa neitað tilboðinu því fjölskylda hans sé búin að koma sér svo vel fyrir í Tórínó og þar ætli hann að búa eftir að hann leggur skóna á hilluna. Enski boltinn 10.1.2007 15:27
Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. Fótbolti 9.1.2007 17:03
Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. Fótbolti 8.1.2007 18:20
Buffon íhugar að fara frá Juventus Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hefur viðurkennt að hann gæti farið frá Juventus áður en leiktíðinni í B-deildinni lýkur af því gefnu að liðið verði í toppsætinu þegar að því kemur. Fótbolti 7.1.2007 15:40
Figo fer til Sádí-Arabíu Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við lið Al-lttihad í Sadí Arabíu og gengur í raðir þess í sumar. Því hafði verið haldið fram að Figo færi til liðsins strax í þessum mánuði, en ekkert varð úr því. Fótbolti 7.1.2007 15:36
Milan lagði Juventus AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu. Fótbolti 6.1.2007 20:16
Framtíð Figo í uppnámi Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið. Fótbolti 4.1.2007 17:32
Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. Fótbolti 4.1.2007 14:48
Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. Fótbolti 3.1.2007 19:15
Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Fótbolti 2.1.2007 15:16
Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Fótbolti 31.12.2006 11:45
Milan staðfestir áhuga á Cassano AC Milan á Ítalíu hefur boðist til þess að fá ítalska sóknarmanninn Antonio Cassano að láni frá Real Madrid fram á vor, með hugsanleg kaup í huga eftir tímabilið. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru forráðamenn Real jákvæðir fyrir slíkum samningi. Fótbolti 28.12.2006 23:28
Totti vill hvergi annarstaðar vera Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun. Fótbolti 28.12.2006 14:56
Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. Fótbolti 25.12.2006 14:00
Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. Fótbolti 24.12.2006 10:57
Inter fær ekki aðstoð frá dómurum Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, hlær að öllum samsæriskenningum þess efnis að leikmenn liðsins njóti friðhelgi hjá dómurum deildarinnar. Nokkur umræða hefur verið á Ítalíu þess efnis að Inter sé í náðinni hjá hinum ýmsu dómurum, einhverra hluta vegna. Fótbolti 23.12.2006 12:11