Ítalski boltinn

Fréttamynd

AC Milan enn efst

AC Milan situr í toppsætinu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar, en Milan sigraði granna sína í Inter 1-0 í gærkvöld. Það var Kaká sem skoraði sigurmark Milan þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Milan er á toppnum með 57 stig, sama stigafjölda og Juventus sem er sæti neðar vegna lakari markamunar, en Juventus sigraði Siena 3-0.

Sport
Fréttamynd

Nedved illa meiddur

Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

AC Milan á toppnum

AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko frá fram yfir páska

Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska.

Sport
Fréttamynd

Inter rúllaði Atalanta upp

Í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Ítalíu í gær vann Inter Atalanta, 3-0, og 4-0 samanlagt. Á Spáni vann Atletico Madrid Numancia, 1-0, í síðari leik liðanna. Hearts sigraði Kilmarnock, 3-1, í 16-liða úrslitum skosku bikarkeppninnnar en Hjálmar Þórarinsson kom inn á sem varmaður í liði Hearts þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Sport
Fréttamynd

AC Milan fylgir Juventus eftir

AC Milan lagði Reggina að velli, 1-0, á útivelli í ítalska boltanum í gærkvöldi. Eina mark leiksins var sjálfsmark. AC Milan er tveimur stigum á eftir efsta liðinu Juventus en Juve lagði Udinese að velli 2-1 í gær.

Sport
Fréttamynd

Inter enn taplaust

Á Ítalíu voru tveir leikir á dagskrá í gær. Lazio vann Atalanta með tveimur mörkum gegn einu og Inter sigraði Roma, 2-0.

Sport
Fréttamynd

Juventus aftur á beinu brautina

Juventus komst í dag aftur á beinu brautina í ítölsku úrvalsdeildinni eftir tvo tapleiki í röð. Juve vann Udinese á heimavelli, 2-1, með mörkum frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og Mauro Camoranesi. David di Michele minnkaði muninn fyrir Udinese í blálok leiksins. Juve hefur því fimm stiga forystu á AC Milan, sem á leik til góða í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Aftur tapar Juventus

Óvænt úrslit urðu í ítölsku úrvalsdeildinni í gær þegar topplið Juventus tapaði öðrum leik sínum í röð, að þessu sinni gegn Palermo 1-0. Juventus hefur enn fimm stiga forskot á AC Milan sem á leik til góða gegn Lazio í dag. Sampdoria sigraði Fiorentina með 3 mörkum gegn engu. Fiorentina lék með aðeins níu leikmenn í 80 mínútur þar sem tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli.

Sport
Fréttamynd

Fiorentina eyðslusamir

Fiorentina keypti í dag rúmenska undrabarnið Valeri Bojinov frá Lecce, en Bojinov þessi er aðeins átján ára og hefur skorað 11 mörk í ítölsku deildinni í vetur. Kaupverðið er um 9.3 milljónir punda og fer Jamie Andreas Valdes, miðjumaður frá Chile, til Lecce sem hluti af kaupverðinu.

Sport
Fréttamynd

Juventus í 8 stiga forystu

Juventus jók í dag forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 8 stig þegar liðið vann 1-2 útisigur á Atalanta. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra, AC Milan öðrum leik sínum í röð í deildinni, nú 0-1 fyrir Bologna, og það á heimavelli sínum San Siro. Ruben Olivera og Alessandro Del Piero skoruðu fyrir Juventus í dag.

Sport
Fréttamynd

Parma sigraði Udinese

Það voru tveir leikir á dagskrá í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Chievo sigraði Liveorno, 1-0, og Parma sigraði Udinese, 1-0. Í kvöld verður leikur Palermó og Inter sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Treyja Maldini hengd upp

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur lýst því yfir að treyja númer 3 sem Paolo Maldini hefur leikið í hjá félaginu síðustu 20 ár verði ekki notuð aftur þegar hann leggur skóna á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Candela leitar nýs félags

Franski varnarmaðurinn Vincent Candela hjá Roma virðist vera á leið frá félaginu ef marka má orð umboðsmans hans, Alexander Kristic. Hinn 31 árs gamli Candela hefur verið hjá Roma síðan hann kom frá franska liðinu Guingamp árið 1997, en hefur lítið fengið að spila eftir að Luigi Del Neri tók við liðinu af Rudi Völler fyrr á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Juventus í 5 stiga forskot

Juventus náði að auka forystu sína í 5 stig á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag eftir 2-0 sigur á Brescia því á sama tíma tapaði AC Milan óvænt á útivelli fyrir Livorno, 1-0. Udinese sem er í 3. sæti og 8 stigum á eftir Milan tapaði einnig óvænt á heimavelli fyrir Reggina, 0-2.

Sport
Fréttamynd

Maldini fór næstum til Chelsea

Fyrirliði ítalska knattspyrnustórveldisins AC Milan, Paolo Maldini, hefur opinberað að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea þegar Gianluca Vialli stýrði liðinu fyrir 5 árum. Maldini sagði í dag að þetta sé í eina skiptið á ferli sínum sem hann hafi svo mikið sem íhugað að yfirgefa Milan. 

Sport
Fréttamynd

Enn eitt heimaleikjabannið á Roma

Ítalska knattspyrnuliðið Roma hefur fengið á sig enn eitt heimaleikjabannið vegna slæmrar hegðunar stuðningsmanna liðsins, það þriðja á innan við ári. Liðið var í dag úrskurðað til að leika heimaleik sinn gegn Fiorentina í 8 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar fyrir luktum dyrum. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum í leik gegn Siena í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

13. jafntefli Inter á leiktíðinni

Tveir leikir voru í ítalska boltanum í gær. Brescia og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Reggina mætti Inter Milan á heimavelli og var niðurstaðan markalaust jafntefli. Þetta var þrettánda jafntefli Inter í nítján leikjum en liðið hefur enn ekki tapað leik.

Sport
Fréttamynd

Bilbao og Betis áfram í bikarnum

Atletic Bilbao sigraði Lanzarote 3-1 í 16 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Elche vann Numancia 1-0, Real Betis lagði Mirandes 3-1, Osasuna bar sigurorð af Getafe 2-0 og Atletico Madrid vann Lorca 3-1.

Sport
Fréttamynd

Mutu semur við Juventus

Rúmsneki landsliðsmaðurinn Adrian Mutu, sem rekinn var frá Chelsea í haust vegna kókaínsneyslu, skrifaði í gær undir fimm ára samning við Juventus á Ítalíu. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann, verður löglegur með Juventus 18. maí.

Sport
Fréttamynd

Ítalir vilja EM 2012

Ítalir ætla að sækja um að halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 2012. Ákvörðun um hvar keppnin verður haldin það ár verður tekin í desember á næsta ári. Grikkir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að sækjast eftir því að halda keppnina.

Sport
Fréttamynd

Inter og AC unnu á Ítalíu

4 leikir fóru fram í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Parma steinlá á heimavelli fyrir Fiorentina, 0-3, Inter Milan átti enn eina endurkomuna á lokamínútunum þegar liðið sigraði Bologna 1-3 á útivelli. Inter lenti undir í fyrri hálfleik en Obafemi Martins skoraði þrennu í síðari hálfleik. AC Milan lagði Palermo 2 - 0.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliðinu gegn Man U

Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Man Utd í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Þá eru 4 leikir á dagskrá ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld og er tveimur þeirra lokið.

Sport
Fréttamynd

Skoruðu þrjú mörk í uppbótartíma

Forysta Juventus er aftur kominn í fjögur stig í ítölsku deildinni eftir að Juve bar sigurorð af Livorno 4-2 en AC Milan gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Palermo. Inter tryggði sér sigur gegn Sampdoria með því að skora þrjú mörk í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

Hátterni Di Canios rannsakað

Ítalska lögreglan rannsakar hátterni Paolos Di Canios, leikmanns Lazio, eftir að hann skoraði gegn Roma í grannaslag síðastliðinn fimmtudag. Di Canio er gefið að sök að hafa fagnað markinu með fasistakveðju, með því að lyfta hægri handlegg. Lazio var á sínum tíma eftirlætislið Benitos Mussolinis, einræðisherra Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Milan vill kaupa Crespo

AC Milan hafa hafið samningaviðræður við Chelsea um að tryggja sér krafta argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo áfram, en Crespo er sem stendur á lánssamningi hjá ítalska liðinu. Talið er að Milan muni bjóða Chelsea georgíska bakvörðinn Khaka Kaladze og hinn íslenskættaða Dana, Jon Dahl Tomasson sem einhvern hluta af kaupverðinu.

Sport
Fréttamynd

Lazio sigraði Roma

Lazio sigraði Roma í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum í miklum hitaleik á Stadio Olimpico. Paolo Di Canio kom Lazio yfir með laglegu marki á 29. mínútu, en Antonio Cassano jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok. Rodriguez Aparecido Cesar kom Lazio aftur yfir á 74. mínútu og Tommaso Rocchi innsiglaði sigurinn fimm mínútum  fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Crespo með þrennu í sigri Milan

Argentínumaðurinn Hernan Crespo skorað þrennu er AC Milan vann stórsigur á Lecce 5-2, en í dag byrjaði ítalska deildin aftur eftir vetrarfrí.

Sport
Fréttamynd

Berlusconi hættur hjá AC Milan

Silvio Berlusconi sagði í dag af sér sem forseti ítalska stórliðsins AC Milan, en lög á Ítalíu banna mönnum sem gegna ráðherraembætti að reka eigið fyrirtæki á meðan þeir eru í starfi.

Sport