Þýski boltinn

Fréttamynd

Hollenskir landsliðsmenn til Malaga

Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmar Örn á leiðinni til Bochum

Hólmar Örn Eyjólfsson miðvörður U-21 landsliðs Íslands mun skrifa undir þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Bochum. Hólmar gengur frá samningnum að loknu Evrópumótinu í Danmörku. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Fótbolti
Fréttamynd

Boateng hefur samið við Bayern München

Þýski landsliðsmaðurinn Jermoe Boateng sem er á mála hjá Manchester City hefur samþykkt fjögurra ára samning við Bayern München. Félögin eiga þó enn eftir að komast að samkomulagi.

Fótbolti
Fréttamynd

Þýskar landsliðskonur í myndasyrpu hjá Playboy

Fimm leikmenn úr þýska U 20 ára kvenna-landsliðinu í fótbolta hafa vakið gríðarlega athygli í heimalandi sínu og víðar eftir að myndasyrpa af þeim var birt í þýskri útgáfu af tímaritinu Playboy. Eins og gefur að skilja eru leikmennirnir ekki í vetrarfatnaði í þeirri myndasyrpu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose til Lazio

Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund segir Kagawa ekki til sölu

Shinji Kagawa kantmaður Borussia Dortmund er ekki til sölu að sögn Michael Zorc fyrrum leikmanns Dortmund sem nú starfar fyrir félagið. Japanskir fjölmiðlar hafa undanfarið greint frá því að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United horfi hýru auga til leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer skrifaði undir 5 ára samning

Manuel Neuer skrifaði undir fimm ára samning við Bayern Munchen að lokinni læknisskoðun í dag. Neuer sem kemur frá Schalke þykir einn allra fremsti markvörður heims. Töluvert er síðan Bæjarar náðu samkomulagi við Schalke um kaupin með þeim fyrirvara að læknisskoðun gengi í gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy samdi við Malaga

Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer samdi loksins við Bayern

Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum

Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer nálgast Bayern

Uli Höness, forseti Bayern München, segir að félagið hafi komist að grófu samkomulagi við Schalke um kaup á markverðinum Manuel Neuer.

Fótbolti
Fréttamynd

Solbakken tekur við Köln

Ekkert verður að því að Ståle Solbakken muni taka við norska landsliðinu árið 2012 því hann hefur samþykkt að taka við þjálfun þýska liðsins FC Köln.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi orðaður við Everton og Fulham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham áhuga á að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Hoffenheim. Það kemur hins vegar ekki til greina, segja forráðamenn þýska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Handbolti
Fréttamynd

Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer: Ég verð áfram í Þýskalandi

Einn heitasti bitinn á markaðnum, Manuel Neuer, segir við þýska fjölmiðla í dag að hann sé ekki á leiðinni frá Þýskalandi og mun að öllum líkindum leika í þýsku deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund meistari - Gylfi Þór í byrjunarliðinu

Dortmund varð í dag þýskur meistari er liðið lagði Nurnberg af velli, 2-0. Mikil gleði var því eðlilega á Signal Iduna Park í dag þegar glerharðir stuðningsmenn félagsins fögnuðu titlinum með liðinu. Þetta er í sjöunda sinn sem Dortmund hampar þýska meistaratitlunum.

Fótbolti