Meistaradeildin

Fréttamynd

Arsenal fór á kostum

Ensku liðin Manchester United og Arsenal náðu sér vel á strik í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Sérstaklega Arsenal sem virðist óstöðvandi og fór á kostum gegn Slavia Prag með 7-0 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

United í góðum málum

Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum í E-riðli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var loksins í byrjunarliði Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter náði í þrjú stig til Moskvu

Inter gerði góða ferð til Moskvu og vann CSKA 2-1 á útivelli í G-riðli Meistaradeildarinnar. Varnarmaðurinn Walter Samuel skoraði sigurmarkið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka, eftir hræðileg mistök hjá markverði heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður hentar vel á miðjuna

Spænskir sparkmiðlar gera mikið úr því að Eiður Smári Guðjohnsen verði nú í byrjunarliði Barcelona í fyrsta skipti í rúma fjóra mánuði þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Figo spilar sinn 100. leik

Nú klukkan 16:30 hefst bein útsending Sýnar frá leik CSKA Moskvu og Inter Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Enginn ítalskur leikmaður er í byrjunarliði Inter í dag og aðeins tveir á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Scholes ekki með í Kænugarði

Miðjumaðurinn Paul Scholes verður ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim í Meistaradeildinni eftir að hann meiddist á hné á æfingu í gærkvöld. Hann tók fyrstu vél heim til Manchester þar sem hann mun fara í myndatöku. Þetta eru fjórðu meiðsli kappans til þessa á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður missti næstum af fluginu

Eiður Smári Guðjohnsen var nærri búinn að missa af fluginu til Glasgow með félögum sínum í Barcelona ef marka má fréttir í spænskum miðlum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður verður í byrjunarliði Barcelona

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliðinu á Ibrox í kvöld þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Walcott gæti byrjað í kvöld

Líklegt þykir að framherjinn ungi Theo Walcott verði í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Slavia Prag í H-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíundi leikur Dynamo án sigurs?

Manchester United á fyrir höndum erfiða heimsókn til Kænugarðs í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim. Heimamenn hafa þó ekki náð að landa sigri í síðustu níu leikjum í röð í keppninni - þar af fjórum heimaleikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður gæti byrjað í Glasgow

Barcelona sækir Glasgow Rangers heim í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Ef marka má spænska miðla má allt eins gera ráð fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði spænska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres fer ekki til Istanbul

Liverpool verður án framherjans Fernando Torres í leiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni annað kvöld. Torres er enn meiddur á læri og var heldur ekki með þegar Liverpool lék við granna sína í Everton um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin í kvöld

Í kvöld hefst þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og því verður mikið um dýrðir á sjónvarpsrásum Sýnar eins og venjulega.

Fótbolti
Fréttamynd

Vidic í byrjunarliðinu

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic verður í byrjunarliði Manchester United í leiknum gegn Dynamo Kiev á morgun. Vidic er nýbyrjaður að æfa aftur eftir meiðsli sem hann hlaut í leik gegn Wigan fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvíst með Zlatan

Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er með flensu og óvíst hvort hann geti leikið með ítalska liðinu Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter leikur gegn CSKA í Moskvu og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Of mikið álag á Börsungum

Deco, miðjumaður Barcelona, segir að álagið á leikmenn liðsins sé einfaldlega of mikið. Meiðsli herja á leikmenn liðsins sem leikur gegn Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bann Dida stytt

Markvörðurinn Dida hjá AC Milan þarf aðeins að sitja af sér eins leiks bann í Meistaradeildinni í stað tveggja eftir að áfrýjun ítalska félagsins náði fram að ganga í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan bregst hart við banni Dida

Forráðamenn AC Milan eru reiðir yfir ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu um að sekta Celtic um aðeins 12,500 pund vegna uppákomunnar í leik liðanna í Meistaradeildinni á meðan Dida markvörður hefur verið settur í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Fótbolti
Fréttamynd

Uefa tekur Dida inn á teppi

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið til rannsóknar meint agabrot markvarðarins Dida hjá AC Milan eftir að honum var skipt af velli í leik liðsins gegn Glasgow Celtic í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Kvenmannslaust í Kænugarði

Josef Sabo, þjálfari Úkraínumeistara Dynamo í Kænugarði, kennir eiginkonum og kærustum leikmanna um skelfilega byrjun liðsins í titilvörninni. Dynamo var í botnbaráttu í fyrstu umferðunum en hefur nú unnið sig aftur upp í þriðja sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA kærir Celtic

Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært Glasgow Celtic fyrir atvikið undir leik liðsins gegn AC Milan í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég missti mig aðeins

Robert McHendry segir að hann hafi "misst sig aðeins" þegar hann ákvað að hlaupa inn á völlinn í viðureign Celtic og Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hann sló til Dida markvarðar í leiðinni og gæti þetta uppátæki átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Celtic í lífstíðarbann

27 ára gamall stuðningsmaður Glasgow Celtic var í dag dæmdur í lífstíðarbann frá leikjum liðsins eftir að hann réðist inn á völlinn í leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær og sló til markvarðar ítalska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Grant: Við lékum til sigurs

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist vonast til þess að sigur liðsins á Valencia í kvöld verði til að þagga aðeins niður í gagnrýnisröddunum á Englandi. Hann segir hugarfar leikmanna lykilinn að sigrinum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez: Við vorum lélegir

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var spurður að því hvort hræringar hans með leikmannahópinn hefðu haft eitthvað með það að gera að liðið tapaði 1-0 heima fyrir Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti