Grunnskólar

Fréttamynd

Þar sem kvíðinn fylgir skólanum

Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig kennara viljum við?

Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskju

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri

Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu.

Innlent
Fréttamynd

Lestur barna er á ábyrgð foreldra

Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Innlent
Fréttamynd

Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælings­dal

Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólanemum með erlendan bakgrunn fjölgar

Alls voru tæplega 47 þúsund nemendur í grunnskólum landsins haustið 2021 og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Grunnskólanemum fjölgaði um 171 á milli ára en samkvæmt Hagstofu er skýringin aðallega sú að nemendum fjölgar sem flytja hingað til lands erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Innlent
Fréttamynd

Kveikjum neistann í alla skóla?

Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál).

Skoðun
Fréttamynd

Að læra að lesa og að verða læs

Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­byrjun seinkað í von um bættan svefn barna

Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur himin­lifandi á fyrstu vor­há­tíðinni í tvö ár

Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman.

Lífið
Fréttamynd

Sætta sig ekki við tap formanns

Nú er ljóst hver býður sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara (FG). Augljóst er að hluti framboðanna er sett fram til höfuðs nýkjörnum formanni félagsins. Ákveðnir aðilar sem hafa setið í stjórn undanfarin ár eru tilbúir að vinna félaginu mein og ekki síður væntanlegum formanni.

Skoðun
Fréttamynd

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Innlent
Fréttamynd

For­gangs­röðun hjá borginni

Fyrir sex árum byrjaði ég að kenna, þá enn í meistaranáminu mínu. Ég byrjaði að kenna í Breiðholtskóla og var þar í þrjú ár áður en ég færði mig yfir í Ölduselsskóla þar sem ég er enn. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna skólastjórnendur á neinn hátt þar sem þeir eru að gera sitt besta, þeir þurfa að velja og hafna hvað er gert hverju sinni.

Skoðun