Pælt í PISA Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 7. desember 2023 10:00 PISA könnunin er stærsta alþjóðlega samanburðarrannsóknin á sviði menntunar og gefur mikilvægar vísbendingar um stöðu grunnmenntunar í landinu. Brýnt er að taka niðurstöður alvarlega og nýta á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Niðurstöður PISA voru kynntar á í höfuðstöðvum OECD í París og á blaðamannafundi mennta- og barnamálaráðuneytis sem haldin var í Árnastofnun kl. 10 að morgni 5. desember. Undanfarna mánuði hefur hópur sérfræðinga úr Háskóla Íslands unnið hörðum höndum við að túlka og greina niðurstöður á námssviðunum þremur og ég hvet áhugasama að kynna sér umfjöllun þeirra í íslensku PISA skýrslunni. Dalandi læsi á lykilnámssviðum Það eru vonbrigði að sjá að frammistaða íslenskra nemenda hefur farið verulega dalandi á þeim þremur námssviðum sem könnunin beinist að. Almennt sýnir könnunin að námsárangri 15 ára ungmenna fer hrakandi innan OECD ríkjanna almennt, sem meðal annars skýrist af áhrifum heimsfaraldurs á skólagöngu og nám um heim allan. En fall íslenskra ungmenna er töluvert meira en hjá öðrum þjóðum. Það er alveg skýrt að 15 ára ungmenni á Íslandi eiga mikið inni sé litið til þessara niðurstaðna. Íslensk ungmenni eru jafn hæf og ungmenni annarra þjóða og eru þegar byrjuð að takast á við og umbreyta heiminum og samfélaginu okkar á margvíslegan hátt. Horfa þarf til margra þátta þegar kemur að því að greina niðurstöður PISA. Engar einhliða skýringar eru á því hvers vegna læsi íslenskra ungmenna fer dalandi með svo afgerandi hætti. Ekki síst þarf að horfa til annarra menntarannsókna og þeirra margvíslegu gagna sem eru nú þegar fyrirliggjandi, um bæði styrkleika og veikleika okkar menntasamfélags. Hér þarf að horfa til allra þátta kerfisins, allt frá stefnumótun stjórnvalda til skólastjórnunar, starfshátta og þess sem gerist í kennslustofunni, ásamt því sem skoða þarf hvernig heimilin og nærsamfélagið allt styður við læsi og nám barna. Íslenskan og lesskilningur á undir högg að sækja í hnattrænum heimi en bent hefur verið á að íslensk börn séu nánast tvítyngd, þar sem enskan sé orðin þeim svo töm. Framundan er að nýta þá athygli sem menntamál fá í kjölfar PISA til að efla grunnstoðir og gæðastarf sem styður við nám allra barna. Vitað er að rík þörf er á að efla læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi sem er undirstaða áframhaldandi náms. Góðar vísbendingar um farsæld og líðan ungmenna Höldum til haga þeim jákvæðu niðurstöðum um Ísland þegar litið er til líðan í skóla, félags- og tilfinningafærni og tengsl við bekkjarfélaga. Kennurum hefur tekist vel að halda utan um líðan og velferð ungmenna undanfarin ár og er Ísland í 9. sæti PISA þegar kemur að mati ungmenna á því að tilheyra innan skólasamfélagsins. Fimmtán ára nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum, þeir eru jákvæðir í garð kennara sinna og upplifa einelti tiltölulega sjaldan. Fimmtán ára nemendur á Íslandi búi yfir talsverðri þrautseigju (e. perserverance) og streituþoli (e. stress resistance) samanborið við nemendur annarra OECD-ríkja, en þau mátu hæfni sína síður þegar kom að samvinnu og samkennd. Kennarar og starfsfólk skóla á Íslandi stóð sig með eindæmum vel á tímum heimsfaraldurs og eiga þakkir skildar fyrir að setja hagsmuni nemenda sinna ávallt í forgrunn. Þessar niðurstöður PISA sýna ótvírætt að í skólum landsins er öflugur mannauður sem okkur ber að hlusta á, hlúa að og styðja við. Höfum einnig í huga að íslenskt skólakerfi vekur athygli á alþjóðavettvangi vegna áherslu á skapandi starf, útinám, menningu og listir. Jöfnuður, styrkleikar og veikleikar Skólinn er ekki eyland. Samfélagið allt, við öll, berum ábyrgð á að skapa skilyrði til þess að öll börn og ungmenni nái árangri og farnist vel. Það er vissulega mikilvægt að læra af öðrum þjóðum og horfa til þess hvað einkennir þjóðir sem skora hátt á PISA. En fyrst og fremst þurfum við að ákveða hvað skiptir íslenskt samfélag mestu máli og hvað við viljum að einkenni íslenskt samfélag. PISA könnunin sýnir að á Íslandi ríkir einna mestur efnahagsjöfnuður, fæst börn þurfa að neita sér um máltíð vegna fátæktar og börn af annarri kynslóð innflytjenda eru að dala minna í námsárangri en jafningjar þeirra af íslenskum uppruna. Engu að síður sýna gögnin að félags- og efnahagsstaða hefur aukin áhrif á námsárangur, ekki síst lesskilning. Það er allt sem bendir til þess að við eigum að gera betur í að efla jöfnuð innan skólanna og er farsældarlögunum einmitt ætlað að tryggja snemmtæka íhlutun og stuðning við börn sem standa höllum fæti. Slakur árangur drengja, ekki síst í læsi og lesskilning, kallar á sérstaka athygli á hvernig megi örva námsáhuga þeirra með fjölbreyttari kennsluháttum, á sama tíma kallar líðan 15 ára stúlkna á heildstæðar aðgerðir til að hlúa að sjálfsmynd þeirra og velferð. Stöndum með kennurum og nemendum Í íslensku PISA skýrslunni eru settar fram ýmsar tillögur að aðgerðum til að efla nám og kennslu á þessum sviðum. Kjarnaþættir í þeim tillögum eru stórefld útgáfa á gæðanámsefni, skýrleiki í námsskrám, markviss starfsþróun og uppbygging stoðþjónustu við skóla um allt land. Fjölga þarf kennurum með sérhæfða þekkingu á sviði náttúruvísinda og stærðfræði, ekki síst á landsbyggðinni. Þá þarf að styðja við menntarannsóknir, hagnýtar skólarannsóknir, sem skila þekkingu á þeim margvíslegu öflum sem móta nám og þroska barna. Háskóla- og fræðasamfélagið mun ekki láta sitt eftir liggja og halda áfram sókn á sviði menntarannsókna í samvinnu við fagsamfélagið og stjórnvöld. Menntavísindasvið HÍ mun í samstarfi við Menntamálastofnun, mennta- og barnamálaráðuneyti, Kennarasamband íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimila og skóla standa fyrir málstofuröð sem hefst um miðjan janúar þar sem kafað verður nánar í hvert námssvið, þar verður einnig sérstök málstofa um farsæld og tilfinningagreind – og málstofa um samstarf heimila og skóla. Nú er tími til að snúa bökum saman og breyta vörn í sókn. Höfnundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: Háskóli Íslands og Menntamálastofnun (2023). Kynningarfundur um niðurstöður PISA 2022. Sótt af https://livestream.com/hi/pisa2022 Menntamálastofnun (2023). Pisa, helstu niðurstöður 2022. Sótt af https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf OECD (2023), PISA 2022 Results (Volume I): The State of Learning and Equity in Education, PISA, OECD Publishing, Paris. Sótt af https://doi.org/10.1787/53f23881-en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
PISA könnunin er stærsta alþjóðlega samanburðarrannsóknin á sviði menntunar og gefur mikilvægar vísbendingar um stöðu grunnmenntunar í landinu. Brýnt er að taka niðurstöður alvarlega og nýta á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Niðurstöður PISA voru kynntar á í höfuðstöðvum OECD í París og á blaðamannafundi mennta- og barnamálaráðuneytis sem haldin var í Árnastofnun kl. 10 að morgni 5. desember. Undanfarna mánuði hefur hópur sérfræðinga úr Háskóla Íslands unnið hörðum höndum við að túlka og greina niðurstöður á námssviðunum þremur og ég hvet áhugasama að kynna sér umfjöllun þeirra í íslensku PISA skýrslunni. Dalandi læsi á lykilnámssviðum Það eru vonbrigði að sjá að frammistaða íslenskra nemenda hefur farið verulega dalandi á þeim þremur námssviðum sem könnunin beinist að. Almennt sýnir könnunin að námsárangri 15 ára ungmenna fer hrakandi innan OECD ríkjanna almennt, sem meðal annars skýrist af áhrifum heimsfaraldurs á skólagöngu og nám um heim allan. En fall íslenskra ungmenna er töluvert meira en hjá öðrum þjóðum. Það er alveg skýrt að 15 ára ungmenni á Íslandi eiga mikið inni sé litið til þessara niðurstaðna. Íslensk ungmenni eru jafn hæf og ungmenni annarra þjóða og eru þegar byrjuð að takast á við og umbreyta heiminum og samfélaginu okkar á margvíslegan hátt. Horfa þarf til margra þátta þegar kemur að því að greina niðurstöður PISA. Engar einhliða skýringar eru á því hvers vegna læsi íslenskra ungmenna fer dalandi með svo afgerandi hætti. Ekki síst þarf að horfa til annarra menntarannsókna og þeirra margvíslegu gagna sem eru nú þegar fyrirliggjandi, um bæði styrkleika og veikleika okkar menntasamfélags. Hér þarf að horfa til allra þátta kerfisins, allt frá stefnumótun stjórnvalda til skólastjórnunar, starfshátta og þess sem gerist í kennslustofunni, ásamt því sem skoða þarf hvernig heimilin og nærsamfélagið allt styður við læsi og nám barna. Íslenskan og lesskilningur á undir högg að sækja í hnattrænum heimi en bent hefur verið á að íslensk börn séu nánast tvítyngd, þar sem enskan sé orðin þeim svo töm. Framundan er að nýta þá athygli sem menntamál fá í kjölfar PISA til að efla grunnstoðir og gæðastarf sem styður við nám allra barna. Vitað er að rík þörf er á að efla læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi sem er undirstaða áframhaldandi náms. Góðar vísbendingar um farsæld og líðan ungmenna Höldum til haga þeim jákvæðu niðurstöðum um Ísland þegar litið er til líðan í skóla, félags- og tilfinningafærni og tengsl við bekkjarfélaga. Kennurum hefur tekist vel að halda utan um líðan og velferð ungmenna undanfarin ár og er Ísland í 9. sæti PISA þegar kemur að mati ungmenna á því að tilheyra innan skólasamfélagsins. Fimmtán ára nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum, þeir eru jákvæðir í garð kennara sinna og upplifa einelti tiltölulega sjaldan. Fimmtán ára nemendur á Íslandi búi yfir talsverðri þrautseigju (e. perserverance) og streituþoli (e. stress resistance) samanborið við nemendur annarra OECD-ríkja, en þau mátu hæfni sína síður þegar kom að samvinnu og samkennd. Kennarar og starfsfólk skóla á Íslandi stóð sig með eindæmum vel á tímum heimsfaraldurs og eiga þakkir skildar fyrir að setja hagsmuni nemenda sinna ávallt í forgrunn. Þessar niðurstöður PISA sýna ótvírætt að í skólum landsins er öflugur mannauður sem okkur ber að hlusta á, hlúa að og styðja við. Höfum einnig í huga að íslenskt skólakerfi vekur athygli á alþjóðavettvangi vegna áherslu á skapandi starf, útinám, menningu og listir. Jöfnuður, styrkleikar og veikleikar Skólinn er ekki eyland. Samfélagið allt, við öll, berum ábyrgð á að skapa skilyrði til þess að öll börn og ungmenni nái árangri og farnist vel. Það er vissulega mikilvægt að læra af öðrum þjóðum og horfa til þess hvað einkennir þjóðir sem skora hátt á PISA. En fyrst og fremst þurfum við að ákveða hvað skiptir íslenskt samfélag mestu máli og hvað við viljum að einkenni íslenskt samfélag. PISA könnunin sýnir að á Íslandi ríkir einna mestur efnahagsjöfnuður, fæst börn þurfa að neita sér um máltíð vegna fátæktar og börn af annarri kynslóð innflytjenda eru að dala minna í námsárangri en jafningjar þeirra af íslenskum uppruna. Engu að síður sýna gögnin að félags- og efnahagsstaða hefur aukin áhrif á námsárangur, ekki síst lesskilning. Það er allt sem bendir til þess að við eigum að gera betur í að efla jöfnuð innan skólanna og er farsældarlögunum einmitt ætlað að tryggja snemmtæka íhlutun og stuðning við börn sem standa höllum fæti. Slakur árangur drengja, ekki síst í læsi og lesskilning, kallar á sérstaka athygli á hvernig megi örva námsáhuga þeirra með fjölbreyttari kennsluháttum, á sama tíma kallar líðan 15 ára stúlkna á heildstæðar aðgerðir til að hlúa að sjálfsmynd þeirra og velferð. Stöndum með kennurum og nemendum Í íslensku PISA skýrslunni eru settar fram ýmsar tillögur að aðgerðum til að efla nám og kennslu á þessum sviðum. Kjarnaþættir í þeim tillögum eru stórefld útgáfa á gæðanámsefni, skýrleiki í námsskrám, markviss starfsþróun og uppbygging stoðþjónustu við skóla um allt land. Fjölga þarf kennurum með sérhæfða þekkingu á sviði náttúruvísinda og stærðfræði, ekki síst á landsbyggðinni. Þá þarf að styðja við menntarannsóknir, hagnýtar skólarannsóknir, sem skila þekkingu á þeim margvíslegu öflum sem móta nám og þroska barna. Háskóla- og fræðasamfélagið mun ekki láta sitt eftir liggja og halda áfram sókn á sviði menntarannsókna í samvinnu við fagsamfélagið og stjórnvöld. Menntavísindasvið HÍ mun í samstarfi við Menntamálastofnun, mennta- og barnamálaráðuneyti, Kennarasamband íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimila og skóla standa fyrir málstofuröð sem hefst um miðjan janúar þar sem kafað verður nánar í hvert námssvið, þar verður einnig sérstök málstofa um farsæld og tilfinningagreind – og málstofa um samstarf heimila og skóla. Nú er tími til að snúa bökum saman og breyta vörn í sókn. Höfnundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: Háskóli Íslands og Menntamálastofnun (2023). Kynningarfundur um niðurstöður PISA 2022. Sótt af https://livestream.com/hi/pisa2022 Menntamálastofnun (2023). Pisa, helstu niðurstöður 2022. Sótt af https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf OECD (2023), PISA 2022 Results (Volume I): The State of Learning and Equity in Education, PISA, OECD Publishing, Paris. Sótt af https://doi.org/10.1787/53f23881-en
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar