Bylgjan

Fréttamynd

Slæm um­hirða augnlinsna geti leitt til al­var­legs augnsjúkdóms

Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa.

Innlent
Fréttamynd

Mála­flokkurinn kosti sveitar­fé­lögin milljarða

Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi.

Innlent
Fréttamynd

Á­föllin hafi mótað sig

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaup­endum

Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Sí­fellt yngra fólk að greinast með heila­bilun

Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap.

Innlent
Fréttamynd

Til­færslan feli í sér á­byrgðar­yfir­lýsingu

Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

Tónlist
Fréttamynd

Plast­rörum um að kenna, ekki litlum typpum

Kona á áttræðisaldri sem hringir reglulega inn í Reykjavík síðdegis hefur vakið mikla athygli vegna símtals um kynfræðslu. Þar sagði hún fræðsluna ekki hafa verið nægilega góða þegar hún var yngri. Fréttastofa kíkti í heimsókn til konunnar.

Lífið
Fréttamynd

Þáttur Trumps gífur­lega mikil­vægur

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“

Lýtalæknir sem sérhæfir sig í kynfærauppbyggingu framkvæmir eina til tvær typpastækkanir á mánuði. Litlum eða gröfnum typpum geta fylgt vandamál tengd hreinlæti, þvagláti og kynlífi. Margir upplifi lítið typpi sem fötlun.

Lífið
Fréttamynd

Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd

„Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd.

Innlent
Fréttamynd

Til um­ræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú

Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín

Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni.

Lífið
Fréttamynd

„Þegar þú verður ráð­herra verður þú að tala af á­byrgð“

„Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“

Innlent
Fréttamynd

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent