Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Troð­fyllti stangirnar af amfetamínbasa

35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Tví­burarnir fengu ár í við­bót

Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Í síðustu viku staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum fyrir önnur fíkniefnabrot.

Innlent
Fréttamynd

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Innlent
Fréttamynd

Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn

Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa

Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð.

Innlent
Fréttamynd

Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu

Erlendur maður er grunaður um að hafa flutt inn rúman lítra af kókaínvökva til landsins í vor. Ákæruvaldið segir hann hafa viðurkennt að hafa flutt efnin inn að beiðni förunauts síns gegn greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur en tveir menn sem komu með honum til landsins voru einnig handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Hótað og ógnað eftir að hafa að­stoðað lög­reglu

Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom.

Innlent
Fréttamynd

Sér­ís­lenskt gervi-Oxy  í mikilli dreifingu

Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri grunaðir um stór­fellt fíkniefnabrot

Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Öðrum þeirra hand­teknu sleppt úr haldi

Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Þarf að láta sér átta ára dóm lynda

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála.

Innlent