Héðan og þaðan

Fréttamynd

Dýrkeypt flóð

Flóðin í Englandi munu verða breskum tryggingafélögum dýrkeypt. Samkvæmt frétt á vef BBC mun kostnaðurinn sem fellur á þau vegna flóðanna í júní og júlí ekki verða undir tveimur milljörðum punda. Það nemur um 245 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sauðárkrókur ljósleiðaravæddur

Nái markmið Gagnaveitu Skagafjarðar fram að ganga verður Sauðárkrókur að fullu ljósleiðaravæddur árið 2009. Í fréttatilkynningu frá Gagnaveitunni segir að Sauðárkróki hafi verið skipt upp í fjögur verksvæði í drögum að framkvæmdaáætlun; Túnahverfi, Hlíðahverfi, syðribæ og útbæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki hagnast allir á kauphallasamrunum

Aukin samþjöppun meðal kauphalla hefur engin áhrif á seljanleika hlutabréfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til þess benda niðurstöður doktorsnemans Úlfs Viðars Níelssonar, sem nýverið hlaut virt verðlaun Samtaka evrópskra verðbréfafyrirtækja fyrir doktorsverkefni sitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

NimbleGen vex innan Roche

Svissneski lyfjarisinn Roche ætlar að kaupa líftæknifyrirtækið NimbleGen, sem er með rannsóknastofu í Grafarholtinu. Kaupverð nemur tæpum sautján milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gróðavon í fasteignaviðskiptum

Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margir möguleikar með nýrri kynslóð

Þeir sem beðið hafa óþreyjufullir eftir þriðju kynslóðinni í farsímatækni geta andað léttar: Síminn byrjar að veita þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu á haustdögum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson brá sér á kynningu hjá Símanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON veitir styrki

SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekjanleikinn skiptir stöðugt meira máli

Síauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sægreifinn og Búllan í Washington Post

Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna

Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund).

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverska vísitalan slær met

CSI-300 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína náði methæðum á mánudag þegar gengi hennar hækkaði um 2,6 prósent og endaði í 4.090,57 stigum. Þarna rauf vísitalan 4.000 stiga múrinn í fyrsta sinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikið verk fyrir höndum á Íslandi

Hraði íslensks atvinnulífs hefur skilað sér í slæmri birgðastýringu. Þetta segir Tommy Högberg, forstjóri sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í birgðastýringu vöruhúsa, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deloitte styrkir göngu Mörtu

Síðastliðinn sunnudag lagði Marta Guðmundsdóttir upp í 600 km göngu þvert yfir Grænlandsjökul. Markmiðið með göngunni er að safna fé í baráttuna gegn brjóstakrabbameini og um leið vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í krabbameinsskoðun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OMX styttir biðtíma

Nordic Exchange hefur tekið í notkun þjónustuna OMX Proximity Services. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta OMX-kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundað um samkeppnishæfni

Viðskiptaráð Íslands og Glitnir efna í dag til fundar í húsakynnum Viðskiptaráðs þar sem niðurstöður könnunar IMD-viðskiptaháskólans í Lausanne í Sviss á samkeppnishæfni hagkerfa verða kynntar ítarlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eigendaskipti hjá verktakafyrirtækinu Háfelli

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé í verktakafyrirtækinu Háfelli ehf. Eiður H. Haraldsson og fjölskylda, sem rekið hafa félagið frá árinu 1986, hafa selt allt sitt hlutafé til félags í eigu Skarphéðins Ómarssonar og Jóhanns Gunnars Stefánssonar. Fyrirtækjasvið KPMG hafði umsjón með sölu félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HugurAx kaupir veflausnadeild

HugurAx hefur keypt veflausnadeild Betri lausna ehf., sem hefur um árabil unnið að gerð veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir og þróað öflugt íslenskt vefumsjónarkerfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styðja við útrás Lay Low

Samskip hafa tilkynnt um stuðning sinn við tónlistarkonuna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low eins og hún kallar sig, næstu tvö árin. Hún hefur notið vaxandi vinsælda bæði heima og erlendis og sigraði meðal annars í þremur flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagfræðingurinn sem missti allt

Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samstarf hafið við MIT

Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar námsleiðir við Háskóla Íslands

Í haust verður ný námsleið tekin upp í Háskóla Íslands. Um er að ræða þjónustustjórnun á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Fjallað er um þjónustu fyrirtækja í mörgun námskeiðum innan viðskipta­fræðinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf

N.Y. Knicks og L.A. Lakers voru verðmætustu félagslið NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leiktíðina 2005-2006 og jafnframt veltuhæstu félögin. Knicks skilaði hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr yfir Klakinu

Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlum okkur góða hluti í Kanada

Landsbankinn opnaði fyrir helgi viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Stefnt er að stofnun útibús í borginni innan skamms. Bergsteinn Sigurðsson hitti Björgólf Guðmundsson að máli í Winnipeg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hörð barátta á netinu

Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsta samfélagsverkefnið hingað til

Í tilefni af sextíu ára afmæli RARIK tekur félagið nú þátt í stærsta samfélagsverkefni sínu hingað til. Stjórn þess hefur ákveðið að lagðar verði tuttugu milljónir króna í fyrirtækið Orkuvörð. Munu þær nýtast til stofnunar orkuskóla á Akureyri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þörf er á stöðugri uppfræðslu

Forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík segir íslenska fyrirtækjarekendur þurfa á stöðugri uppfræðslu í Evrópurétti að halda. Auðunn Arnórsson hitti Peter Dyrberg að máli, en hann kemur hingað reglulega til kennslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frumkvöðlastarf á Norðurlandi vestra

Nýverið lauk námskeiðinu Sóknarbraut sem Impra nýsköpunarmiðstöð gekkst fyrir á Skagaströnd og Blönduósi. Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja þar sem þátttakendur vinna með eigin hugmyndir eða fyrirtæki. Alls tóku ellefu frumkvöðlar frá Norðurlandi vestra þátt í námskeiðinu.

Viðskipti innlent