

Þýsku landsliðin í knattspyrnu kvenna og karla munu frá og með 2027 ekki lengur leika í fatnaði þýska íþróttavöru- og tískurisans Adidas. Samningur náðist við bandaríska fyrirtækið Nike til ársins 2034.
Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, staðfesti í dag, að Ólympíuleikarnir 2032 sem og Ólympíuleikar fatlaðra myndu fara fram í Brisbane í Ástralíu.