EHF-bikarinn

Fréttamynd

„Frammi­staða á alþjóðamælikvarða“

Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Vals­konur skrefi nær undan­úr­slitum

Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Handbolti
Fréttamynd

„Vorum nokkurn veginn búnir að kort­leggja þetta“

„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu stórt í Tékk­landi

Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.

Handbolti
Fréttamynd

„Vonandi eitt­hvað til að byggja á í Evrópuleiknum“

„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Frækinn sigur Vals í Kristianstad

Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í sextán liða úrslit EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Íslendingaliði Kristianstad, 24-29, í Svíþjóð í dag. Valskonur unnu einvígið, 56-48 samanlagt.

Handbolti
Fréttamynd

Frá­bær þriggja marka sigur Vals

Valur vann öflugan þriggja marka sigur á Kristianstad frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Lokatölur á Hlíðarenda 27-24 en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð að viku liðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Má búast við hasar í hörkuverkefni

Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi.

Handbolti
Fréttamynd

Risasigrar hjá Val og Haukum

Íslandsmeistarar Vals og Haukar eru svo gott sem komnir áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta. Liðin unnu bæði stórsigra í dag.

Handbolti