„Ég get ekki beðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 20:02 Elín Rósa Magnúsdóttir mun stýra sóknarleik Valsliðsins í leik morgundagsins. Vísir/Ívar Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. „Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira