VÍS-bikarinn

Fréttamynd

Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki

Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ár­mann - Hamar/Þór 65-94 | Ár­menningar engin fyrir­staða

Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Kefla­vík - Tinda­stól 81-70 | Unnu Stólana aftur

Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum aldrei að fara gefast upp“

Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­sería úr seinni bikarslag dagsins

Keflvíkingar lyftu tveimur bikarmeistaratitlum í Laugardalshöllinni í dag. Fyrst var það karlaliðið sem lagði Tindastól í sveiflukenndum leik og svo fylgdi kvennaliðið á eftir og lagði Þór frá Akureyri nokkuð örugglega.

Körfubolti