Stórasta landið

Eftirminnilegasti leikur Óla Stef kom í gini úlfsins: „Datt í eitthvað sturlað flæði“
Besti leikur Ólafs Stefánssonar á ferlinum kom þegar liðið hans var með bakið upp við vegg gegn nær ósigrandi liði á þeirra heimavelli.

Óli Stef sér sjálfan sig í Ómari Inga: „Heiður að geta borið mig saman við karakterinn“
Ólafur Stefánsson segir margt líkt með þeim Ómari Inga Magnússyni og þeir hafi fundið svipaða leið til að skara fram úr.

Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“
Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking.

Logi reyndi að útskýra handbolta fyrir Kobe á Ólympíuleikunum
Logi Geirsson lenti í því að reyna að skýra út fyrir einni skærustu stjörnu NBA-deildarinnar í körfubolta hvað handbolti væri á Ólympíuleikunum í Peking.

Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“
„Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.

Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn
Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu.

Var sendur frá Peking með engum fyrirvara og horfði á Póllandsleikinn á flugvelli
Bjarni Fritzson var sendur burt af Ólympíuleikunum í Peking 2008 með nánast engum fyrirvara. Hann fylgdist með einum fræknasta sigri íslenska handboltalandsliðsins á flugvelli í Þýskalandi.

Lærði kínversku og smyglaði Red Bull inn í Ólympíuþorpið fyrir Hreiðar
Bjarni Fritzson lærði nokkur orð í kínversku á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og smyglaði Red Bull orkudrykkjum inn í Ólympíuþorpið.

Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn
Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn.

Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök.

Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti
Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári.

Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan
Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur.

Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku
Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic.

Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið
Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum.