Kaup Landsbankans á TM

Fréttamynd

Nær ómöglegt að hætta við kaupin

Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að undið verði ofan af kaupunum

Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin slær ryki í augu al­mennings

Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum.Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Naglarnir raðist í líkistu ríkis­stjórnarinnar

„Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum.

Innlent
Fréttamynd

„Sjálfgræðismenn“ vilji koma Lands­bankanum í hendur auð­manna

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn gæti bakað sér bóta­skyldu með því að hætta við

Fari svo að Landsbankinn dragi skuldbindandi kauptilboð í allt hlutafé TM trygginga af Kviku banka til baka gæti síðarnefndi bankinn að öllum líkindum krafist skaðabóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að kaupin gangi ekki í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hefjist samhliða. Það hefur forsætisráðherra sagt ekki koma til greina á hennar vakt.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankanum bar að upp­lýsa Bankasýsluna

Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Bauð tals­vert betur en Ís­lands­banki í bar­áttunni um að kaupa TM

Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM.

Innherji
Fréttamynd

Aðal­fundi Lands­bankans frestað

Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er að verða komið gott“

Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 

Innlent
Fréttamynd

Bankasýslan kom af fjöllum þegar til­kynnt var um kaupin

Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir von­brigðum og krefst frestunar aðal­fundar

Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í að selja hlut í Lands­bankanum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Kvik­a greið­i út um fimm­tán millj­arð­a við söluna á TM

Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín.

Innherji
Fréttamynd

Kvika tók kipp

Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun.

Viðskipti innlent