Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2024 12:36 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki verða að þessum viðskiptum með hennar samþykki. Stöð 2/Arnar Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst andstöðu við að Landsbankinn kaupi allt hlutafé í TM trygginum af Kvikubanka. Hún segir stjórnendum bankans hafa borið að upplýsa Bankasýslu ríkisins um þessi áform. „Það er ekki í anda eigendastefnu ríkisins og ég held að það sjái það flestir að það er eitthvað undarlegt við það,“ sagði Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún biði nú eftir svörum stjórnenda Landsbankans til Bankasýslunnar vegna málsins. Hlutverk Bankasýslunnar skýrt Fjármálaráðherra hafði heyrt af áhuga Landsbankans á því að kaupa TM snemma á þessu ári. Hún segir það hafa verið á verksviði Banasýslunnar að fylgjast með starfsemi Landsbankans. „Enda er það sú ákvörðun sem var tekin. Að halda þessu þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Núna eftir að búið er að skrifa undir kaupsamning bankans á TM hefur Bankasýslan krafið bankaráði Landsbankans um skýringar á aðdraganda kaupanna. Með stofnun Banasýslunnar á sínum tíma var rætt um nauðsynlega armlengd milli ráðherra og fjármálastofnana sem ríkið á hlut í. Fjármálaráðherra ætti því alla jafna ekki að hafa afskipti af stjórnun Landsbankans. „Ef að bankinn væri að óska eftir auknu hlutafé til að ganga að þessum kaupum væri ljóst að það þyrfti samþykki hluthafafundar. Þannig þetta er mál sem að Bankasýslan þarf að skoða og eiga samskipti við bankaráð Landsbankans og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún sagði í færslu á Facebook í fyrrakvöld þegar upplýst hafði verið um kaup Landsbankans á TM að það myndi ekki geranst með hennar vilja án þess að sala á Landsbankanum ætti sér stað á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði hins vegar á Alþingi í gær að samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar ætti ekki að selja hluti í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka væri lokið. Almennt væru Vinstri græn á móti sölu Landsbankans. Fjármálaráðherra staðfestir þennan skilning. Það stæði heldur ekki í sáttmálanum eða eigendastefnu að það ætti að þenja út ríkisbanka með því að kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað. „Ef að það er eitthvað sem er komið inn á borð þá í mínum huga þyrfti að horfa á það í öðru samhengi. Því það er ekki á stefnuskrá, hvorki út frá eigendastefnunni né stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að ríkisvæða tryggingafélög.“ Lilja Björk Einarsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að Landsbankinn væri ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag. Stjórnendum bankans bæri að auka verðmæti hans eigendum til hagsbóta. „Ef Landsbankinn væri almenningshlutafélag gæfist almenningi færi á að kaupa í bankanum sem hann hefur ekki fengið,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðtalið við fjármálaráðherra í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Kvika banki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst andstöðu við að Landsbankinn kaupi allt hlutafé í TM trygginum af Kvikubanka. Hún segir stjórnendum bankans hafa borið að upplýsa Bankasýslu ríkisins um þessi áform. „Það er ekki í anda eigendastefnu ríkisins og ég held að það sjái það flestir að það er eitthvað undarlegt við það,“ sagði Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún biði nú eftir svörum stjórnenda Landsbankans til Bankasýslunnar vegna málsins. Hlutverk Bankasýslunnar skýrt Fjármálaráðherra hafði heyrt af áhuga Landsbankans á því að kaupa TM snemma á þessu ári. Hún segir það hafa verið á verksviði Banasýslunnar að fylgjast með starfsemi Landsbankans. „Enda er það sú ákvörðun sem var tekin. Að halda þessu þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Núna eftir að búið er að skrifa undir kaupsamning bankans á TM hefur Bankasýslan krafið bankaráði Landsbankans um skýringar á aðdraganda kaupanna. Með stofnun Banasýslunnar á sínum tíma var rætt um nauðsynlega armlengd milli ráðherra og fjármálastofnana sem ríkið á hlut í. Fjármálaráðherra ætti því alla jafna ekki að hafa afskipti af stjórnun Landsbankans. „Ef að bankinn væri að óska eftir auknu hlutafé til að ganga að þessum kaupum væri ljóst að það þyrfti samþykki hluthafafundar. Þannig þetta er mál sem að Bankasýslan þarf að skoða og eiga samskipti við bankaráð Landsbankans og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún sagði í færslu á Facebook í fyrrakvöld þegar upplýst hafði verið um kaup Landsbankans á TM að það myndi ekki geranst með hennar vilja án þess að sala á Landsbankanum ætti sér stað á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði hins vegar á Alþingi í gær að samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar ætti ekki að selja hluti í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka væri lokið. Almennt væru Vinstri græn á móti sölu Landsbankans. Fjármálaráðherra staðfestir þennan skilning. Það stæði heldur ekki í sáttmálanum eða eigendastefnu að það ætti að þenja út ríkisbanka með því að kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað. „Ef að það er eitthvað sem er komið inn á borð þá í mínum huga þyrfti að horfa á það í öðru samhengi. Því það er ekki á stefnuskrá, hvorki út frá eigendastefnunni né stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að ríkisvæða tryggingafélög.“ Lilja Björk Einarsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að Landsbankinn væri ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag. Stjórnendum bankans bæri að auka verðmæti hans eigendum til hagsbóta. „Ef Landsbankinn væri almenningshlutafélag gæfist almenningi færi á að kaupa í bankanum sem hann hefur ekki fengið,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðtalið við fjármálaráðherra í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Kvika banki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10