

HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri.
Stefnt er að því að HM í handbolta árið 2031 fari meðal annars fram á Íslandi. Svo það verði að veruleika þá þarf ný Þjóðarhöll að vera klár fyrir þann tíma.
Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu.
Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031.
Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum.