Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Íslandi Aron Guðmundsson skrifar 24. apríl 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands og Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, fylgdust báðir með HM 1995 hér á Íslandi og urðu fyrir miklum áhrifum. Þeir horfa spenntir fram veginn til ársins 2031 þegar að HM í handbolta snýr aftur til Íslands Vísir HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri. Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað en það er alveg á hreinu að ný þjóðarhöll verður að rísa fyrir þennan tíma hér á landi svo mótið geti farið hér fram. Hefði viljað upplifa stórmót á heimavelli sem leikmaður „Ég lít á þetta sem fáránlega spennandi dæmi,“ segir núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Snorri Steinn sem á einnig að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann varð sjálfur fyrir miklum áhrifum síðast þegar að HM var haldið hér á landi, árið 1995. „Ég fylgdist nú með HM 1995 hér á landi sem polli og hefði alveg verið til í að fá að upplifa stórmót á heimavelli sjálfur sem leikmaður. Ég skal alveg viðurkenna það. Það hlýtur að vera eitthvað öðruvísi að spila á stórmóti á heimavelli. Þetta er ákveðin ábyrgð sem er sett á okkar herðar. Okkar sem störfum innan HSÍ. Okkar sem störfum innan landsliðanna. Bæði A-landsliða og yngri landsliða.“ „Við höfum tíma og þurfum að gera þetta vel. Huga að öllum hlutum. Byrja strax að þróa lið og pæla í því hvað gerist að sjö árum liðnum. Þetta hljómar sem langur tími en þetta er fljótt að líða. Áður en við vitum af verðum við komnir hérna á stórmót á Íslandi.“ Það hefur verið áberandi undanfarið hversu mikil áhrif umrætt mót árið 1995 hafði á unga krakka sem seinna áttu eftir að vinna sér inn þann heiður að spila fyrir íslenska landsliðið. Það er hægt að segja um Snorra Stein, Einar Örn Jónsson og Björgvin Pál Gústavsson til að mynda sem allir horfðu á HM 1995 hér heima og áttu eftir að feta stiginn sem atvinnu- og landsliðsmenn. HM í handbolta á Íslandi, segiði? Eg er allavega klár í slaginn, kannski ekki að skúra höllina í þetta sinn… pic.twitter.com/phCVe94sRW— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) April 17, 2024 Svona mót hefur burði til þess að hafa mikil áhrif á þær kynslóðir sem á eftir koma? „Já ekki spurning. Bæði þá krakka sem koma til með að horfa á bestu handboltamenn í heiminum spila á stórmóti hér á landi. Svo eru strákar í þriðja og fjórða flokki hjá sínum félagsliðum núna sem gera sér kannski ekki almennilega grein fyrir því núna að þeir gætu átt möguleika á því að spila á stórmóti hér á Íslandi. Á heimavelli. Það er því að miklu að keppa. Margt til að hlakka til.“ Það er algjört frumskilyrði fyrir því að HM fari að hluta til fram hér á landi árið 2031 að ný þjóðarhöll verði risin fyrir þann tíma. Er Snorri Steinn bjartsýnn á að það verði raunin? „Að sjö árum liðnum? Já ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn. Hún hefði þurft að vera komin fyrir sjö árum síðan. Fjandinn hafi það ef hún getur ekki verið risin innan næstu sjö ára. Við hljótum að græja það. Er það ekki?“ Mætti stórstjörnum á leið úr HK heimilinu Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands fékk handboltabakteríuna af alvöru árið 1995 þegar að HM var haldið hér á landi. Líkt og Snorri Steinn var hann hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum árið 2008. Hefur upplifað mikla og stóra sigra með íslenska landsliðinu. Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu á stórmótiVÍSIR/VILHELM „Ég byrjaði í handbolta út af þessu. Ég horfði á HM 1995 hérna á Íslandi í sjónvarpinu. Og fæ þá fyrst svona virkilega áhuga á að stunda þessa íþrótt. Á þeim tíma er maður að mæta stórstjörnum úr handboltaheiminum á leið sinni af handboltaæfingu í HK heimilinu. Mig dreymir um að fá að horfa á HM í handbolta aftur á Íslandi. Ekki í sjónvarpinu í þetta skiptið. Núna mætir maður í stúkuna eða verður í markinu. Þetta er eitthvað sem verður hollt fyrir fyrirmyndirnar okkar, yngri kynslóðina okkar. Að komast nær þessu öllu saman. Það er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og okkur sem íþróttaþjóð að fá svona stórmót hingað til lands.“ Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM í handbolta 1995 hér á Íslandi. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.is Þetta er viðburður sem hefur þá burði að lyfta öllu í kringum íþróttina hér á landi enn hærra en nú er raunin. „Já ekki spurning. Ekki bara handboltanum. Heldur öllum íþróttum. Með því að fá svona mót hingað til lands tekurðu bara ósjálfrátt næsta skref fram á við. Stækkar þetta enn þá meira. Þessi nýja þjóðarhöll verður hins vegar að rísa fyrir þann tíma. Það er kannski eina skilyrðið sem við þurfum að uppfylla. Allt annað er til staðar nú þegar.“ Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2031 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað en það er alveg á hreinu að ný þjóðarhöll verður að rísa fyrir þennan tíma hér á landi svo mótið geti farið hér fram. Hefði viljað upplifa stórmót á heimavelli sem leikmaður „Ég lít á þetta sem fáránlega spennandi dæmi,“ segir núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Snorri Steinn sem á einnig að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann varð sjálfur fyrir miklum áhrifum síðast þegar að HM var haldið hér á landi, árið 1995. „Ég fylgdist nú með HM 1995 hér á landi sem polli og hefði alveg verið til í að fá að upplifa stórmót á heimavelli sjálfur sem leikmaður. Ég skal alveg viðurkenna það. Það hlýtur að vera eitthvað öðruvísi að spila á stórmóti á heimavelli. Þetta er ákveðin ábyrgð sem er sett á okkar herðar. Okkar sem störfum innan HSÍ. Okkar sem störfum innan landsliðanna. Bæði A-landsliða og yngri landsliða.“ „Við höfum tíma og þurfum að gera þetta vel. Huga að öllum hlutum. Byrja strax að þróa lið og pæla í því hvað gerist að sjö árum liðnum. Þetta hljómar sem langur tími en þetta er fljótt að líða. Áður en við vitum af verðum við komnir hérna á stórmót á Íslandi.“ Það hefur verið áberandi undanfarið hversu mikil áhrif umrætt mót árið 1995 hafði á unga krakka sem seinna áttu eftir að vinna sér inn þann heiður að spila fyrir íslenska landsliðið. Það er hægt að segja um Snorra Stein, Einar Örn Jónsson og Björgvin Pál Gústavsson til að mynda sem allir horfðu á HM 1995 hér heima og áttu eftir að feta stiginn sem atvinnu- og landsliðsmenn. HM í handbolta á Íslandi, segiði? Eg er allavega klár í slaginn, kannski ekki að skúra höllina í þetta sinn… pic.twitter.com/phCVe94sRW— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) April 17, 2024 Svona mót hefur burði til þess að hafa mikil áhrif á þær kynslóðir sem á eftir koma? „Já ekki spurning. Bæði þá krakka sem koma til með að horfa á bestu handboltamenn í heiminum spila á stórmóti hér á landi. Svo eru strákar í þriðja og fjórða flokki hjá sínum félagsliðum núna sem gera sér kannski ekki almennilega grein fyrir því núna að þeir gætu átt möguleika á því að spila á stórmóti hér á Íslandi. Á heimavelli. Það er því að miklu að keppa. Margt til að hlakka til.“ Það er algjört frumskilyrði fyrir því að HM fari að hluta til fram hér á landi árið 2031 að ný þjóðarhöll verði risin fyrir þann tíma. Er Snorri Steinn bjartsýnn á að það verði raunin? „Að sjö árum liðnum? Já ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn. Hún hefði þurft að vera komin fyrir sjö árum síðan. Fjandinn hafi það ef hún getur ekki verið risin innan næstu sjö ára. Við hljótum að græja það. Er það ekki?“ Mætti stórstjörnum á leið úr HK heimilinu Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands fékk handboltabakteríuna af alvöru árið 1995 þegar að HM var haldið hér á landi. Líkt og Snorri Steinn var hann hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum árið 2008. Hefur upplifað mikla og stóra sigra með íslenska landsliðinu. Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu á stórmótiVÍSIR/VILHELM „Ég byrjaði í handbolta út af þessu. Ég horfði á HM 1995 hérna á Íslandi í sjónvarpinu. Og fæ þá fyrst svona virkilega áhuga á að stunda þessa íþrótt. Á þeim tíma er maður að mæta stórstjörnum úr handboltaheiminum á leið sinni af handboltaæfingu í HK heimilinu. Mig dreymir um að fá að horfa á HM í handbolta aftur á Íslandi. Ekki í sjónvarpinu í þetta skiptið. Núna mætir maður í stúkuna eða verður í markinu. Þetta er eitthvað sem verður hollt fyrir fyrirmyndirnar okkar, yngri kynslóðina okkar. Að komast nær þessu öllu saman. Það er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og okkur sem íþróttaþjóð að fá svona stórmót hingað til lands.“ Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM í handbolta 1995 hér á Íslandi. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.is Þetta er viðburður sem hefur þá burði að lyfta öllu í kringum íþróttina hér á landi enn hærra en nú er raunin. „Já ekki spurning. Ekki bara handboltanum. Heldur öllum íþróttum. Með því að fá svona mót hingað til lands tekurðu bara ósjálfrátt næsta skref fram á við. Stækkar þetta enn þá meira. Þessi nýja þjóðarhöll verður hins vegar að rísa fyrir þann tíma. Það er kannski eina skilyrðið sem við þurfum að uppfylla. Allt annað er til staðar nú þegar.“
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2031 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira