Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brottfararstöð dóms­mála­ráð­herra komin í samráðsgátt

Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Vill vita hvaða samningar eru í undir­búningi gagn­vart ESB

Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Við á­kærum – hver sveik strandveiðisjómenn?

Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju varð heim­sókn fram­kvæmda­stjóra ESB að NATO-fundi?

Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál.

Skoðun
Fréttamynd

Vísar gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar á bug

Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður til í fund og það strax

Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega.

Innlent
Fréttamynd

Krefst fundar með utan­ríkis­ráð­herra án tafar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn verði bara að treysta þjóðinni

Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Van­traust Flokks fólksins á Við­reisn

Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Skipu­lögð skref í átt að aðild án um­boðs þjóðarinnar

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar.

Innlent
Fréttamynd

Boða tví­hliða varnarsamning við Evrópu­sam­bandið

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Von der Leyen segir aðildar­um­sókn Ís­lands enn gilda

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðum er lokið í sumar

Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar færast frá Við­reisn til Flokks fólksins

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Flugu til Þórs­merkur og Grinda­víkur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Innlent
Fréttamynd

„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“

Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn.

Innlent