Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Setja fyrir­vara við vistun barna í brottfararstöð

Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir

Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma.

Viðskipti
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaup­endum

Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra telur enn tíma­bært að hætta hval­veiðum

Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir stóran pakka um fjöl­miðla í næstu viku

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í ís­lensku“

Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti?

Menning
Fréttamynd

Útlendingamálin á réttri leið

Ríkisstjórnin hefur lagt fram og boðað nokkur mál sem miða að því að stórbæta útlendingakerfið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er með fimm frumvörp á þingmálaskrá sem tengjast útlendingamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Skipa stýri- og að­gerða­hóp vegna al­myrkvans en eiga ekki fyrir verk­efna­stjóra

Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Út­gjöld Ís­lands til varnar­mála duga til – í bili

Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skoða framtíðarnýtingu Vífils­staða

Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsti Ís­landi sem „augum og eyrum“ Nató

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Funda með starfs­mönnum Vélfags um fram­haldið

Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bætt stjórn­sýsla fyrir fram­halds­skólana

Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá forsætisráðuneytinu varðandi afgreiðslutíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í erindi til ráðuneytisins segir að vísbendingar séu uppi um að meðferð nefndarinnar á málum sé enn óhóflega löng.

Innlent
Fréttamynd

„Full­komið hneyksli“ ef Al­þingi veitti Daða Má skattlagningarvald

Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum ólög­legan flutning barna

Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent