Ragnheiður Stephensen

Fréttamynd

Stígum upp úr skot­gröfunum, æsku landsins til heilla!

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samning KÍ við ríkið og sveitarfélögin. Tímamótasamningur að mörgu leyti því þar gengu öll félög KÍ fram sameinuð í baráttu sinni fyrir efndum á gefnu loforði frá árinu 2016 um jöfnun launa milli markaða.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistuna?

Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig er hægt að semja við samninga­nefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við?

Það virðist sem það sé mikil þörf á að fræða fólk, a.m.k. einstaklinga innan sambands íslenskra sveitafélaga, um hvað skólastarf snúist og er þetta tilraun til þess.Ég varð nefnilega orðlaus þegar ég las viðtal við Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samningarnefndar sveitafélaga. Það er eins og hún viti ekkert um skólastarf.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar, ömmur og afar þessa lands - á­skorun til ykkar!

Nú er ég á fyrsta degi í verkfalli og hef verið að velta hlutunum fyrir mér. Einhver skriður er kominn á viðræður og fjölmiðlabann á deiluaðila. Ég hét því fyrir 20 árum síðan að ef ég myndi aftur enda í verkfalli og því niðurbroti sem því fylgir þá myndi ég hætta sem kennari.

Skoðun
Fréttamynd

„Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eigin­lega?

Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er kennari og ég er stolt af því!

Sú umræða sem er uppi núna um hve skólakerfið sé ómögulegt, að kennarar nenni ekki að kenna og séu alltaf veikir, árangur sé enginn o.fl. í þá áttina á sama tíma og sameinuð kennarastéttin reynir er ná fram í kjarasamningum að ríkið og sveitarfélög standi við gerðan samning, er mér hulin ráðgáta.

Skoðun