Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar 24. febrúar 2025 07:32 Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki. Erum við peð á pólitísku pallborði? Ég velti fyrir mér hvort kennarastéttin og þar með öll börn og ungmenni þessa lands líka séu orðin peð á pólitísku taflborði flokkapólitíkur. A.m.k. skil ég ekki hvaða hringavitleysa er í gangi þegar ríkissáttasemjari veit ekki einu sinni hvernig spilin liggja. Hvernig stendur á því að samninganefnd ríkisins lætur eins og hún hafi ekki rödd við borðið? Ég hef alltaf verið alin upp þannig að það sé dónalegt að svara ekki ef maður er spurður. Ég túlka það sem dónaskap við ríkissáttasemjara, Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og alla framhaldsskólanema að samninganefnd ríkisins svari ekki innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fáránlegt svar kemur löngu seinna, sem er að þeir þurfi ekki að svara af því að SÍS sagði nei. Hefur ríkið ekki sína sjálfstæðu skoðun og umboð? Það hefði mátt klára samning við framhaldsskólana og forða nemendum frá verkföllunum sem hófust á föstudaginn. Hvaða vitleysa er eiginlega í gangi? Að hlusta á málflutning SÍS um að kennarar séu að fara fram á eitthvað ógurlegt og ætli svo að segja sig frá öllu og hlaupa frá borði ef þeir eru ekki sáttir, eins og þau halda fram, er einfaldlega rangur málflutningur. Kennarar eru einvörðungu að fara fram á að í samningnum sé fyrirvari þannig hægt sé að stíga út úr honum ef SÍS og ríkið svíkja gefin loforð um að ljúka virðismati innan ákveðins tímaramma. Höfum það alveg á hreinu að það þýðir ekkert fyrir forystu KÍ að koma með eitthvað til félagsmanna sem felur í sér óvissu um efndir og bindingu í 4 ár. Félagsmenn myndu fella það á 0,1 sekúndu. Af hverju treystir kennarastéttin ekki samningi án uppsagnarákvæðis? Það að þurfa uppsagnarákvæði hefur mögulega eitthvað að gera með það að árið 2016 var gert samkomulag um jöfnun launa milli markaða sem átti að taka 6-10 ár að framkvæma og hefur ekki enn verið klárað með kennarastéttinni a.m.k. (svikið loforð nr. 1). Eða þá að það hafi átt að stofna nefnd í framhaldi af umræddu samkomulagi til að vinna markvisst að því að ná þessari jöfnun fram en sú nefnd var aldrei stofnuð (svikið loforð nr. 2). Ástæðan fyrir því að jöfnun launa á milli markaða er til umræðu nú, níu árum seinna, er af þeirri einföldu ástæðu að forysta opinberra starfsmanna lét það fylgja inn í samkomulagið að ef að skortur væri á efndum væri hægt að taka þetta ákvæði inn í kjarasamningsumræðu og það er það sem KÍ hefur gert. Ég gæti eflaust haldið áfram að grafa í fortíðinni og tínt til ýmislegt fleira sem hefur búið til þetta vantraust en mér finnst ég eiginlega ekki þurfa þess. Þessi tvö sviknu loforð nægja til að sýna að það er ekki hægt að treysta á orðin tóm þegar um ríki og sveitarfélög er að ræða. Af hverju heldur SÍS því fram að kennarar vilji bara stuttan samning sem þeir geti hlaupið frá? Kennarar eru tilbúnir að samþykkja að fara þessa virðismatsleið af heilindum og ætla að standa við það. Ríki og sveitarfélög hafa enga ástæðu til að efast um þau heilindi nema þá kannski að „margur telur mig sig“. Það er nefnilega ekki kennarastéttin sem hefur gengið á bak orða sinna í gegnum tíðina heldur eru það ríki og sveit sem hafa gert það. Kennarar hafa hins vegar tekið áhættu og treysta orðum þeirra ráðamanna sem stigið hafa fram og gengist við því að það séu skýr merki um að kennarastéttin sé stétt sem sé rangt raðað í launatöflu landsins miðað við menntun og ábyrgð. Við höfum líka ákveðið að taka þau orð að sönnu að virðismatsleiðin sé leiðin til að leiðrétta þann mun án þess raska jafnvægi á vinnumarkaði. Það að þessi leið muni taka skjótan tíma eins og lofað hefur verið getur kennarastéttin hins vegar ekki tekið á trúnni einni saman af fenginni reynslu af samkomulaginu 2016 jafnvel þó það séu komnir „nýir“ pólitíkusar í brúna og þess vegna þurfum við uppsagnarákvæði. Þetta er ekki flóknara en það. Við getum heldur ekki beðið í mörg ár í viðbót eftir sýnilegri viðurkenningu á að það þurfi að leiðrétta launin. Við höfum beðið í 9 ár eftir að 7. grein samkomulagsins frá 2016 verði uppfyllt. Það er u.þ.b. ¼ af starfsævi háskólamenntaðs sérfræðings. Á meðan höfum við búið við skerðingu en við höfum samt sem áður tekið svo til þegjandi og hljóðalaust við fyrirfram ákveðnum % hækkunum sem hafa verið ákveðnar í samningum á almenna markaðnum. Samt sýna launaþróunartölur Hagstofunnar að kennarar hafa dregist enn meira aftur úr á þessum tíma, þannig að hinir eru einhvern veginn að fá meira en þessi fyrirfram ákveðnu %. Kennarar eru nefnilega alltaf á lægsta taxta samninga. Það er greinilega ekki þannig alls staðar ef marka má tölur Hagstofunnar. Auka 6% árið 2025 umfram aðrar stéttir í 4 ára samningi, sem er í rauninni samtals 13 ára tímabil, eða frá árinu 2016, dugar ekki sem innspýting í þessa vegferð. Auka 6 % á 13 ára tímabili er tæpt ½ % umfram aðra á ári. Það hljóta allir heilvita menn að sjá að það er engin innspýting. Þannig „innspýting“ sýnir okkur ekki að það sé viðurkenning á því að þörf sé á að leiðrétta eitthvað. Ég hefði haldið að það þyrfti a.m.k. önnur 6% árið 2026 og í draumum mínum kæmu svo önnur 6% árið 2027 (þó ég viti að það verði aldrei). Auka 6% tvisvar sinnum á 13 ára tímabili er ekki eitthvað sem ætti að setja neitt á hliðina og ég hefði haldið að auka 6% þrisvar sinnum á 13 ára tímabili sé heldur ekkert sem hinn almenni vinnumarkaður ætti að sjá ofsjónum yfir þegar tölur Hagstofunnar sýna svo klárlega að þessi stétt hefur setið eftir meðal sérfræðinga í landinu. Fólk verður að átta sig á að þetta er ekki 4 ára tímabil sem við erum að tala um heldur 13 ára tímabil. En við verðum væntanlega að treysta á að niðurstaðan úr virðismatsleiðinni klárist á þessum tveimur árum og skili einhverju inn 2027. Tek fram að ég er ekki við samningaborðið svo þetta er allt eitthvað sem ég set fram án ábyrgðar en byggist einfaldlega á heilbrigðri skynsemi. En það er alveg ljóst að innspýtingin þarf að vera eitthvað til að tala um svo kennarastéttin geti farið að trúa á að það sé alvara á bak við þau orð sem hafa fallið. Það er síðan alveg óskiljanlegt að SÍS haldi því fram að kennarar séu að biðja um fyrirvara í samninginn til að geta sagt honum upp svo þeir geti farið aftur í verkfall. Þessi umræða er eitt af því undarlegasta í þessu öllu saman. Kennarar hafa engan áhuga á því að vera í verkfalli svo það sé alveg á hreinu. Verkfall er eitt það ömurlegasta sem hægt er að lenda í. Verkfallsrétturinn er aðeins notaður í algjörri neyð en því miður hefur allt of oft þurft að hóta honum til að fá alvöru samræður í gang en hann hefur sárasjaldan verið notaður á minni starfsævi a.m.k. sem er bráðum 30 ár. Grunnskólakennarar fóru síðast í verkfall fyrir 20 árum ef undan er skilið eitt eins dags verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei á þessu tímabili farið í verkfall og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að leikskólakennarar hafi aldrei nokkurn tímann farið í verkfall. Þegar leikskólar hafa lokað vegna verkfalla þá eru það leiðbeinendur á leikskólum sem eru í verkfalli, ekki leikskólakennarar. Tónlistarskólakennarar fóru vissulega í verkfall fyrir stuttu síðan en það var af því að annars vildi enginn tala við þá. Það ríkti algjör þögn. Þeirra verkfall varð mjög langt því pólitíkinni virtist vera alveg sama þó tónlistarnám lægi niðri hjá börnum og ungmennum sem mér finnst afar sorglegt. Svo að á endanum borguðu tónlistarkennararnir eiginlega sjálfir fyrir þá litlu hækkun sem út úr því verkfalli fékkst því sveitarfélögin höfðu sparað svo mikinn launakostnað á meðan verkfallið stóð yfir. Það er því alls ekkert keppikefli fyrir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum að fara í verkfall og viljum við alls ekki þurfa að segja upp samningi til að fara í hart. Við viljum frekar geta einbeitt okkur að því að sinna vinnunni okkar þessi fjögur ár sem samningurinn hljóðar upp á. Okkar vonir eru þær að virðismatsleiðin gangi fljótt og vel fyrir sig eins og búið er að lofa og þá þarf ekkert að nýta uppsagnarákvæðið. Þá kannski getum við farið að byggja upp traust að nýju. En ef ætlunin er að reyna að svíkja og draga lappirnar eins og var gert með samkomulagið 2016 þá þurfum við auðvitað að getað rift samningi. Það hljóta allar heilvita manneskjur að skilja við getum ekki aftur bara beðið og vonað. En talandi um traust! Það er ekki hægt að segja að kennarastéttin sé ekki að sýna neitt traust í þessum væntanlega samningi. Forsætisráðherra hefur stigið fram og sagst vilja tryggja að þessi virðismatsleið fái góðan framgang og að ríkisstjórnin sé til í að leggja fram fé til að tryggja það. Það er a.m.k. eitthvað. Forsætisráðherra hefur líka sagt að þetta sé leiðin til að ná fram þeirri leiðréttingu launa að kjör kennarastétta endurspegli þá menntun og ábyrgð sem felst í starfinu. Við höfum valið að treysta því. Hvort þessi orð séu traustsins verð verður að koma í ljós síðar. Við erum dauðhrædd um að þetta verkfæri verði eins og svo margt annað. Eitthvað sem forgangsraðar ekki börnum og þar með ekki fólki sem hugsar um börn og sinnir menntun barna. Fólk þarf að átta sig á því að virðismatsleiðin er ekki eitthvað tilbúið módel. Þetta er eitthvað sem er ennþá á teikniborðinu. Í þessu módeli verður að vera lagt að jöfnu að vera með umsjón og ábyrgð á nemendahópi og að vera með mannaforráð á vinnustað þar sem aðeins fullorðnir vinna. Þannig næst mögulega sú jöfnun sem þarf að nást. En ef samfélagið ætlar áfram að segja að það að vinna með börnum sé ekki eins merkilegt og að hugsa um peninga eða stýra og vinna með öðrum fullorðnum þá mun niðurstaða virðismats ekki skila því sem það þarf að skila. Ef niðurstaða virðismats verður ekki veruleg kjarabót fyrir kennara er ég voða hrædd um að þetta verði síðasti naglinn í líkkistu kennarastarfsins. Núna er staðan þannig að kennarastarfinu er að blæða út. Stærstur hluti stéttarinnar er að eldast úr starfi og endurnýjun sáralítil og nýútskrifaðir kennarar endast illa í starfi vegna óréttmætra launa og slæmrar vinnuaðstöðu. Leiðrétting launa er fyrsta skrefið til að fá þá nauðsynlegu nýliðun inn í starfið sem er svo mikil þörf á og kannski ná til baka einhverjum af þeim frábæru kennurum sem eru þarna úti og hafa haldið á önnur mið, m.a. vegna launanna. Við þurfum að gera kennarastarfið samkeppnishæft þannig við fáum frambærilega og góða einstaklinga sem vilja mennta sig í því að vinna með börnum. Börn framtíðarinnar þurfa á því að halda. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Stephensen Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki. Erum við peð á pólitísku pallborði? Ég velti fyrir mér hvort kennarastéttin og þar með öll börn og ungmenni þessa lands líka séu orðin peð á pólitísku taflborði flokkapólitíkur. A.m.k. skil ég ekki hvaða hringavitleysa er í gangi þegar ríkissáttasemjari veit ekki einu sinni hvernig spilin liggja. Hvernig stendur á því að samninganefnd ríkisins lætur eins og hún hafi ekki rödd við borðið? Ég hef alltaf verið alin upp þannig að það sé dónalegt að svara ekki ef maður er spurður. Ég túlka það sem dónaskap við ríkissáttasemjara, Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og alla framhaldsskólanema að samninganefnd ríkisins svari ekki innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fáránlegt svar kemur löngu seinna, sem er að þeir þurfi ekki að svara af því að SÍS sagði nei. Hefur ríkið ekki sína sjálfstæðu skoðun og umboð? Það hefði mátt klára samning við framhaldsskólana og forða nemendum frá verkföllunum sem hófust á föstudaginn. Hvaða vitleysa er eiginlega í gangi? Að hlusta á málflutning SÍS um að kennarar séu að fara fram á eitthvað ógurlegt og ætli svo að segja sig frá öllu og hlaupa frá borði ef þeir eru ekki sáttir, eins og þau halda fram, er einfaldlega rangur málflutningur. Kennarar eru einvörðungu að fara fram á að í samningnum sé fyrirvari þannig hægt sé að stíga út úr honum ef SÍS og ríkið svíkja gefin loforð um að ljúka virðismati innan ákveðins tímaramma. Höfum það alveg á hreinu að það þýðir ekkert fyrir forystu KÍ að koma með eitthvað til félagsmanna sem felur í sér óvissu um efndir og bindingu í 4 ár. Félagsmenn myndu fella það á 0,1 sekúndu. Af hverju treystir kennarastéttin ekki samningi án uppsagnarákvæðis? Það að þurfa uppsagnarákvæði hefur mögulega eitthvað að gera með það að árið 2016 var gert samkomulag um jöfnun launa milli markaða sem átti að taka 6-10 ár að framkvæma og hefur ekki enn verið klárað með kennarastéttinni a.m.k. (svikið loforð nr. 1). Eða þá að það hafi átt að stofna nefnd í framhaldi af umræddu samkomulagi til að vinna markvisst að því að ná þessari jöfnun fram en sú nefnd var aldrei stofnuð (svikið loforð nr. 2). Ástæðan fyrir því að jöfnun launa á milli markaða er til umræðu nú, níu árum seinna, er af þeirri einföldu ástæðu að forysta opinberra starfsmanna lét það fylgja inn í samkomulagið að ef að skortur væri á efndum væri hægt að taka þetta ákvæði inn í kjarasamningsumræðu og það er það sem KÍ hefur gert. Ég gæti eflaust haldið áfram að grafa í fortíðinni og tínt til ýmislegt fleira sem hefur búið til þetta vantraust en mér finnst ég eiginlega ekki þurfa þess. Þessi tvö sviknu loforð nægja til að sýna að það er ekki hægt að treysta á orðin tóm þegar um ríki og sveitarfélög er að ræða. Af hverju heldur SÍS því fram að kennarar vilji bara stuttan samning sem þeir geti hlaupið frá? Kennarar eru tilbúnir að samþykkja að fara þessa virðismatsleið af heilindum og ætla að standa við það. Ríki og sveitarfélög hafa enga ástæðu til að efast um þau heilindi nema þá kannski að „margur telur mig sig“. Það er nefnilega ekki kennarastéttin sem hefur gengið á bak orða sinna í gegnum tíðina heldur eru það ríki og sveit sem hafa gert það. Kennarar hafa hins vegar tekið áhættu og treysta orðum þeirra ráðamanna sem stigið hafa fram og gengist við því að það séu skýr merki um að kennarastéttin sé stétt sem sé rangt raðað í launatöflu landsins miðað við menntun og ábyrgð. Við höfum líka ákveðið að taka þau orð að sönnu að virðismatsleiðin sé leiðin til að leiðrétta þann mun án þess raska jafnvægi á vinnumarkaði. Það að þessi leið muni taka skjótan tíma eins og lofað hefur verið getur kennarastéttin hins vegar ekki tekið á trúnni einni saman af fenginni reynslu af samkomulaginu 2016 jafnvel þó það séu komnir „nýir“ pólitíkusar í brúna og þess vegna þurfum við uppsagnarákvæði. Þetta er ekki flóknara en það. Við getum heldur ekki beðið í mörg ár í viðbót eftir sýnilegri viðurkenningu á að það þurfi að leiðrétta launin. Við höfum beðið í 9 ár eftir að 7. grein samkomulagsins frá 2016 verði uppfyllt. Það er u.þ.b. ¼ af starfsævi háskólamenntaðs sérfræðings. Á meðan höfum við búið við skerðingu en við höfum samt sem áður tekið svo til þegjandi og hljóðalaust við fyrirfram ákveðnum % hækkunum sem hafa verið ákveðnar í samningum á almenna markaðnum. Samt sýna launaþróunartölur Hagstofunnar að kennarar hafa dregist enn meira aftur úr á þessum tíma, þannig að hinir eru einhvern veginn að fá meira en þessi fyrirfram ákveðnu %. Kennarar eru nefnilega alltaf á lægsta taxta samninga. Það er greinilega ekki þannig alls staðar ef marka má tölur Hagstofunnar. Auka 6% árið 2025 umfram aðrar stéttir í 4 ára samningi, sem er í rauninni samtals 13 ára tímabil, eða frá árinu 2016, dugar ekki sem innspýting í þessa vegferð. Auka 6 % á 13 ára tímabili er tæpt ½ % umfram aðra á ári. Það hljóta allir heilvita menn að sjá að það er engin innspýting. Þannig „innspýting“ sýnir okkur ekki að það sé viðurkenning á því að þörf sé á að leiðrétta eitthvað. Ég hefði haldið að það þyrfti a.m.k. önnur 6% árið 2026 og í draumum mínum kæmu svo önnur 6% árið 2027 (þó ég viti að það verði aldrei). Auka 6% tvisvar sinnum á 13 ára tímabili er ekki eitthvað sem ætti að setja neitt á hliðina og ég hefði haldið að auka 6% þrisvar sinnum á 13 ára tímabili sé heldur ekkert sem hinn almenni vinnumarkaður ætti að sjá ofsjónum yfir þegar tölur Hagstofunnar sýna svo klárlega að þessi stétt hefur setið eftir meðal sérfræðinga í landinu. Fólk verður að átta sig á að þetta er ekki 4 ára tímabil sem við erum að tala um heldur 13 ára tímabil. En við verðum væntanlega að treysta á að niðurstaðan úr virðismatsleiðinni klárist á þessum tveimur árum og skili einhverju inn 2027. Tek fram að ég er ekki við samningaborðið svo þetta er allt eitthvað sem ég set fram án ábyrgðar en byggist einfaldlega á heilbrigðri skynsemi. En það er alveg ljóst að innspýtingin þarf að vera eitthvað til að tala um svo kennarastéttin geti farið að trúa á að það sé alvara á bak við þau orð sem hafa fallið. Það er síðan alveg óskiljanlegt að SÍS haldi því fram að kennarar séu að biðja um fyrirvara í samninginn til að geta sagt honum upp svo þeir geti farið aftur í verkfall. Þessi umræða er eitt af því undarlegasta í þessu öllu saman. Kennarar hafa engan áhuga á því að vera í verkfalli svo það sé alveg á hreinu. Verkfall er eitt það ömurlegasta sem hægt er að lenda í. Verkfallsrétturinn er aðeins notaður í algjörri neyð en því miður hefur allt of oft þurft að hóta honum til að fá alvöru samræður í gang en hann hefur sárasjaldan verið notaður á minni starfsævi a.m.k. sem er bráðum 30 ár. Grunnskólakennarar fóru síðast í verkfall fyrir 20 árum ef undan er skilið eitt eins dags verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei á þessu tímabili farið í verkfall og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að leikskólakennarar hafi aldrei nokkurn tímann farið í verkfall. Þegar leikskólar hafa lokað vegna verkfalla þá eru það leiðbeinendur á leikskólum sem eru í verkfalli, ekki leikskólakennarar. Tónlistarskólakennarar fóru vissulega í verkfall fyrir stuttu síðan en það var af því að annars vildi enginn tala við þá. Það ríkti algjör þögn. Þeirra verkfall varð mjög langt því pólitíkinni virtist vera alveg sama þó tónlistarnám lægi niðri hjá börnum og ungmennum sem mér finnst afar sorglegt. Svo að á endanum borguðu tónlistarkennararnir eiginlega sjálfir fyrir þá litlu hækkun sem út úr því verkfalli fékkst því sveitarfélögin höfðu sparað svo mikinn launakostnað á meðan verkfallið stóð yfir. Það er því alls ekkert keppikefli fyrir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum að fara í verkfall og viljum við alls ekki þurfa að segja upp samningi til að fara í hart. Við viljum frekar geta einbeitt okkur að því að sinna vinnunni okkar þessi fjögur ár sem samningurinn hljóðar upp á. Okkar vonir eru þær að virðismatsleiðin gangi fljótt og vel fyrir sig eins og búið er að lofa og þá þarf ekkert að nýta uppsagnarákvæðið. Þá kannski getum við farið að byggja upp traust að nýju. En ef ætlunin er að reyna að svíkja og draga lappirnar eins og var gert með samkomulagið 2016 þá þurfum við auðvitað að getað rift samningi. Það hljóta allar heilvita manneskjur að skilja við getum ekki aftur bara beðið og vonað. En talandi um traust! Það er ekki hægt að segja að kennarastéttin sé ekki að sýna neitt traust í þessum væntanlega samningi. Forsætisráðherra hefur stigið fram og sagst vilja tryggja að þessi virðismatsleið fái góðan framgang og að ríkisstjórnin sé til í að leggja fram fé til að tryggja það. Það er a.m.k. eitthvað. Forsætisráðherra hefur líka sagt að þetta sé leiðin til að ná fram þeirri leiðréttingu launa að kjör kennarastétta endurspegli þá menntun og ábyrgð sem felst í starfinu. Við höfum valið að treysta því. Hvort þessi orð séu traustsins verð verður að koma í ljós síðar. Við erum dauðhrædd um að þetta verkfæri verði eins og svo margt annað. Eitthvað sem forgangsraðar ekki börnum og þar með ekki fólki sem hugsar um börn og sinnir menntun barna. Fólk þarf að átta sig á því að virðismatsleiðin er ekki eitthvað tilbúið módel. Þetta er eitthvað sem er ennþá á teikniborðinu. Í þessu módeli verður að vera lagt að jöfnu að vera með umsjón og ábyrgð á nemendahópi og að vera með mannaforráð á vinnustað þar sem aðeins fullorðnir vinna. Þannig næst mögulega sú jöfnun sem þarf að nást. En ef samfélagið ætlar áfram að segja að það að vinna með börnum sé ekki eins merkilegt og að hugsa um peninga eða stýra og vinna með öðrum fullorðnum þá mun niðurstaða virðismats ekki skila því sem það þarf að skila. Ef niðurstaða virðismats verður ekki veruleg kjarabót fyrir kennara er ég voða hrædd um að þetta verði síðasti naglinn í líkkistu kennarastarfsins. Núna er staðan þannig að kennarastarfinu er að blæða út. Stærstur hluti stéttarinnar er að eldast úr starfi og endurnýjun sáralítil og nýútskrifaðir kennarar endast illa í starfi vegna óréttmætra launa og slæmrar vinnuaðstöðu. Leiðrétting launa er fyrsta skrefið til að fá þá nauðsynlegu nýliðun inn í starfið sem er svo mikil þörf á og kannski ná til baka einhverjum af þeim frábæru kennurum sem eru þarna úti og hafa haldið á önnur mið, m.a. vegna launanna. Við þurfum að gera kennarastarfið samkeppnishæft þannig við fáum frambærilega og góða einstaklinga sem vilja mennta sig í því að vinna með börnum. Börn framtíðarinnar þurfa á því að halda. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun