Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar 28. janúar 2025 08:32 Þetta er fyrirsögnin frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem blasti við mér þegar ég opnaði Fésbókina á sunnudagsmorgni. Nú sit ég ekki sjálf við samningaborðið og veit því ekki hver staðan var í viðræðum þegar fundarsetu var hætt en eitt veit ég hins vegar og það er að kennarastéttin er að berjast fyrir því að fá uppfyllt samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda sem ríki og sveitarfélög gerðu við launafólk í landinu árið 2016. Tímarammi á framkvæmd þess samkomulags rennur út eftir eitt ár, eða árið 2026, og það er því núna eða aldrei að klára þetta samkomulag. Miðað við launatölur hagstofunnar síðustu ár þá hefur ekkert þokast hvað varðar þau loforð sem fólust í 7 gr. þessa margumrædda samkomulags á þeim níu árum sem liðin eru. Ef þetta samkomulag verður ekki klárað núna þá hræðist ég afleiðingarnar sem það kann að hafa á íslenskt skólastarf. Þetta segi ég ekki aðeins af því að ég vil fá hærri laun fyrir mína vinnu sem sérfræðingur í mínu starfi eða að mér finnist að ríki og sveitarfélög eigi að efna það sem þau lofa, þó það eitt og sér ætti að vera næg ástæða. Ástæðurnar eru svo miklu fleiri og þær eru mikilvægar fyrir íslenskt samfélag. Foreldrar og í raun allt íslenskt samfélag þarf að vakna og átta sig á stöðunni. Staðan í dag í leik- og grunnskólum er þannig að hún einfaldlega setur stöðu íslensks samfélags í hættu ef það verður ekki bætt úr og nú er ég ekki að ýkja. Margir foreldrar finna fyrir því að það næst ekki að manna leikskóla til að þeir haldist opnir. Samt halda ráðamenn að lausnin sé að byggja fleiri leikskóla. Það leysir ekki mönnunarvandann. Vandinn er að það vantar fólk til að vinna þessi störf. En þetta á ekki að snúast aðeins um að manna leikskóla heldur manna þá eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum stendur að 67% starfsfólks leikskóla eigi að vera kennaramenntað. Þau lög eru brotin í mögulega öllum leikskólum landsins á hverjum degi. Þýðir það þá að það sé í lagi að sveitarfélög brjóti lög á börnum daglega? Mér er spurn. Umboðsmaður barna ætti mögulega að ganga í þetta mál því hann á að gæta að réttindum barna og tala máli þeirra. Það er ekki lögboðin skylda sveitarfélaga að vera með leikskóla. En það gilda lög um starfsemi leikskóla ef þú velur að reka leikskóla. Það fylgir því ábyrgð að taka að sér æsku landsins. Nýlegasta dæmið um hvað getur gerst þegar ekki er farið að lögum og reglum er hin hræðilega matareitrun sem kom upp á einum leikskóla í höfuðborginni. Það dæmi sýnir okkur blákalt hvað það er mikilvægt að fara að lögum og reglum þegar verið er að vinna með börn. En þetta er ekki það eina alvarlega sem er að gerast í dag í leikskólunum. Áttum okkur á því að börn dvelja á leikskólum í allt að 8 tíma á dag á máltökuskeiði. Því fylgir mikil ábyrgð. Málumhverfið í dag í langflestum leikskólum er engan veginn viðunandi enda stór hluti starfsfólks, og sums staðar mikill meirihluti, af erlendu bergi brotinn og tala oft takmarkaða íslensku. Nú er ég með orðum mínum ekki að gagnrýna þetta erlenda starfsfólk heldur aðeins að benda á þá staðreynd að börnin eru að fara á mis við íslenskt málumhverfi á mikilvægasta skeiði sínu í máltöku. Í Danmörku þarf í flestum, ef ekki öllum, sveitarfélögum að þreyta erfitt dönskupróf áður en hægt er að fá starf á leikskóla. Danir áttuðu sig á mikilvægi þess að vera með gott dönskuumhverfi á þessu mikilvæga stigi. Ekki aðeins fyrir dönsku börnin heldur ekki síður fyrir þau sem eru af erlendu bergi brotin til að jafna frekar stöðu þeirra áður en kemur að formlegri skólagöngu þeirra. Íslenskir foreldrar verða að fara að vakna og berjast fyrir börnin sín og sú barátta á ekki að felast í að lögsækja þá sem eru að berjast fyrir bættum kjörum starfsfólksins sem vinnur með börnunum heldur frekar að berjast fyrir því að leikskólar verði lögboðin skylda sveitarfélaga og þannig tryggja betur faglegt starf í leikskólum. Vandi leikskólanna skilar sér einnig beina leið í grunnskólana. Það átta sig flestir á að slök lestrarkunnátta barna í dag er mikið til vegna lélegs málskilnings barna og ungmenna. Megin ástæðan fyrir því er skortur á örvandi málumhverfi og þar er ábyrgð foreldra mikil og þeirra sem sjá um að reka leikskóla. Ég sé það á hverjum degi í mínu starfi hvernig orðaforða barna og unglinga hefur hrakað síðustu ár. Þau skilja oft ekki einföldustu fyrirmæli. Það er líka erfitt að ná almennilegu lestrarlagi ef viðkomandi þekkir ekki orðmyndir og eðlilega nær sá hinn sami ekki innhaldi texta ef hann veit ekki hvað orðin þýða sem hann er að lesa sig í gegnum. Þetta eru engin ný fræði. Mönnunarvandi menntaðs starfsfólks í grunnskólanum er einnig vaxandi vandamál. Þessi staða er að verða alvarlegri með hverju árinu sem líður því það eldast fleiri út úr stéttinni en koma inn í hana, auk þess sem ungt fólk endist oft stutt í starfi vegna slæms vinnuumhverfis og lélegra kjara. Þessi staða veldur því að jafnrétti til náms í grunnskólum er verulega ógnað. Allt er þetta spurning um vinnuumhverfi og kjör. Við verðum að fara að spyrna við fótum og forgangsraða börnum. Það gerum við m.a. með því auka virðingu þeirra stétta sem hugsa um börn og mennta börn. Börn skipta máli og nám þeirra og skólaganga skiptir máli. Skóli og leikskóli eru ekki eingöngu staðir þar sem börn eru geymd á meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Það þarf að tryggja að þar vinni hæfileikaríkt og vel menntað fólk sem hefur áhuga á námi og menntun barna og ungmenna og vinnur faglega að því að tryggja gott málumhverfi og fagmennsku í öllu starfi. Þannig tryggjum við jöfnuð meðal barna og jafnrétti til náms. Góð byrjum í þá átt er að standa við samkomulagið frá árinu 2016 og hækka launin til jafns við aðra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði svo það fáist fólk, og ekki aðeins eitthvað fólk heldur hæfileikaríkt, vel menntað fólk í þessi störf. Þannig byrjum við þessa vegferð sem við verðum að taka til að tryggja öllum börnum framtíðarinnar öruggt umhverfi til að dafna og menntast. Ríki og sveitarfélög eiga ekki að gera samkomulag sem þau ætla ekki að standa við. Það rýrir þau trausti. Verum hugrökk og klárum þetta! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Ragnheiður Stephensen Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögnin frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem blasti við mér þegar ég opnaði Fésbókina á sunnudagsmorgni. Nú sit ég ekki sjálf við samningaborðið og veit því ekki hver staðan var í viðræðum þegar fundarsetu var hætt en eitt veit ég hins vegar og það er að kennarastéttin er að berjast fyrir því að fá uppfyllt samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda sem ríki og sveitarfélög gerðu við launafólk í landinu árið 2016. Tímarammi á framkvæmd þess samkomulags rennur út eftir eitt ár, eða árið 2026, og það er því núna eða aldrei að klára þetta samkomulag. Miðað við launatölur hagstofunnar síðustu ár þá hefur ekkert þokast hvað varðar þau loforð sem fólust í 7 gr. þessa margumrædda samkomulags á þeim níu árum sem liðin eru. Ef þetta samkomulag verður ekki klárað núna þá hræðist ég afleiðingarnar sem það kann að hafa á íslenskt skólastarf. Þetta segi ég ekki aðeins af því að ég vil fá hærri laun fyrir mína vinnu sem sérfræðingur í mínu starfi eða að mér finnist að ríki og sveitarfélög eigi að efna það sem þau lofa, þó það eitt og sér ætti að vera næg ástæða. Ástæðurnar eru svo miklu fleiri og þær eru mikilvægar fyrir íslenskt samfélag. Foreldrar og í raun allt íslenskt samfélag þarf að vakna og átta sig á stöðunni. Staðan í dag í leik- og grunnskólum er þannig að hún einfaldlega setur stöðu íslensks samfélags í hættu ef það verður ekki bætt úr og nú er ég ekki að ýkja. Margir foreldrar finna fyrir því að það næst ekki að manna leikskóla til að þeir haldist opnir. Samt halda ráðamenn að lausnin sé að byggja fleiri leikskóla. Það leysir ekki mönnunarvandann. Vandinn er að það vantar fólk til að vinna þessi störf. En þetta á ekki að snúast aðeins um að manna leikskóla heldur manna þá eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum stendur að 67% starfsfólks leikskóla eigi að vera kennaramenntað. Þau lög eru brotin í mögulega öllum leikskólum landsins á hverjum degi. Þýðir það þá að það sé í lagi að sveitarfélög brjóti lög á börnum daglega? Mér er spurn. Umboðsmaður barna ætti mögulega að ganga í þetta mál því hann á að gæta að réttindum barna og tala máli þeirra. Það er ekki lögboðin skylda sveitarfélaga að vera með leikskóla. En það gilda lög um starfsemi leikskóla ef þú velur að reka leikskóla. Það fylgir því ábyrgð að taka að sér æsku landsins. Nýlegasta dæmið um hvað getur gerst þegar ekki er farið að lögum og reglum er hin hræðilega matareitrun sem kom upp á einum leikskóla í höfuðborginni. Það dæmi sýnir okkur blákalt hvað það er mikilvægt að fara að lögum og reglum þegar verið er að vinna með börn. En þetta er ekki það eina alvarlega sem er að gerast í dag í leikskólunum. Áttum okkur á því að börn dvelja á leikskólum í allt að 8 tíma á dag á máltökuskeiði. Því fylgir mikil ábyrgð. Málumhverfið í dag í langflestum leikskólum er engan veginn viðunandi enda stór hluti starfsfólks, og sums staðar mikill meirihluti, af erlendu bergi brotinn og tala oft takmarkaða íslensku. Nú er ég með orðum mínum ekki að gagnrýna þetta erlenda starfsfólk heldur aðeins að benda á þá staðreynd að börnin eru að fara á mis við íslenskt málumhverfi á mikilvægasta skeiði sínu í máltöku. Í Danmörku þarf í flestum, ef ekki öllum, sveitarfélögum að þreyta erfitt dönskupróf áður en hægt er að fá starf á leikskóla. Danir áttuðu sig á mikilvægi þess að vera með gott dönskuumhverfi á þessu mikilvæga stigi. Ekki aðeins fyrir dönsku börnin heldur ekki síður fyrir þau sem eru af erlendu bergi brotin til að jafna frekar stöðu þeirra áður en kemur að formlegri skólagöngu þeirra. Íslenskir foreldrar verða að fara að vakna og berjast fyrir börnin sín og sú barátta á ekki að felast í að lögsækja þá sem eru að berjast fyrir bættum kjörum starfsfólksins sem vinnur með börnunum heldur frekar að berjast fyrir því að leikskólar verði lögboðin skylda sveitarfélaga og þannig tryggja betur faglegt starf í leikskólum. Vandi leikskólanna skilar sér einnig beina leið í grunnskólana. Það átta sig flestir á að slök lestrarkunnátta barna í dag er mikið til vegna lélegs málskilnings barna og ungmenna. Megin ástæðan fyrir því er skortur á örvandi málumhverfi og þar er ábyrgð foreldra mikil og þeirra sem sjá um að reka leikskóla. Ég sé það á hverjum degi í mínu starfi hvernig orðaforða barna og unglinga hefur hrakað síðustu ár. Þau skilja oft ekki einföldustu fyrirmæli. Það er líka erfitt að ná almennilegu lestrarlagi ef viðkomandi þekkir ekki orðmyndir og eðlilega nær sá hinn sami ekki innhaldi texta ef hann veit ekki hvað orðin þýða sem hann er að lesa sig í gegnum. Þetta eru engin ný fræði. Mönnunarvandi menntaðs starfsfólks í grunnskólanum er einnig vaxandi vandamál. Þessi staða er að verða alvarlegri með hverju árinu sem líður því það eldast fleiri út úr stéttinni en koma inn í hana, auk þess sem ungt fólk endist oft stutt í starfi vegna slæms vinnuumhverfis og lélegra kjara. Þessi staða veldur því að jafnrétti til náms í grunnskólum er verulega ógnað. Allt er þetta spurning um vinnuumhverfi og kjör. Við verðum að fara að spyrna við fótum og forgangsraða börnum. Það gerum við m.a. með því auka virðingu þeirra stétta sem hugsa um börn og mennta börn. Börn skipta máli og nám þeirra og skólaganga skiptir máli. Skóli og leikskóli eru ekki eingöngu staðir þar sem börn eru geymd á meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Það þarf að tryggja að þar vinni hæfileikaríkt og vel menntað fólk sem hefur áhuga á námi og menntun barna og ungmenna og vinnur faglega að því að tryggja gott málumhverfi og fagmennsku í öllu starfi. Þannig tryggjum við jöfnuð meðal barna og jafnrétti til náms. Góð byrjum í þá átt er að standa við samkomulagið frá árinu 2016 og hækka launin til jafns við aðra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði svo það fáist fólk, og ekki aðeins eitthvað fólk heldur hæfileikaríkt, vel menntað fólk í þessi störf. Þannig byrjum við þessa vegferð sem við verðum að taka til að tryggja öllum börnum framtíðarinnar öruggt umhverfi til að dafna og menntast. Ríki og sveitarfélög eiga ekki að gera samkomulag sem þau ætla ekki að standa við. Það rýrir þau trausti. Verum hugrökk og klárum þetta! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun