Umhverfismál

Fréttamynd

Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka

Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Árborg fagnar plokkurum

Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þingmaður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins bæjarins með Landsneti.

Innlent
Fréttamynd

Plastagnir finnast í vatni á flöskum

Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum.

Erlent
Fréttamynd

Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins

Það þarf að takmarka umferð þegar svifryksmengun er mikil, segir umhverfisráðherra. Líka þurfi að rykbinda og hreinsa götur betur. Frumvarp samgönguráðherra gerir ráð fyrir að leggja megi gjald á nagladekk og að götum sé lokað.

Innlent
Fréttamynd

Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum

Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Útiloki ekki hálendislínur

Bæjarráð Fljótsdalshérað telur óráðlegt að útiloka allar línulagnir yfir hálendi eins og gert sé ráð fyrir í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár

Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga gera athugasemdir við frumvarpsdrög starfshóps umhverfisráðuneytisins sem skilað var fyrir skemmstu. Samtökin telja breytingarnar bjóða hættunni heim.

Innlent