Stj.mál Síðustu kerin tekin í notkun í Straumsvík í dag eftir bilun Síðustu kerin í kerskála þrjú hjá álveri Alcan í Straumsvík verða tekin í gagnið nú eftir hádegið, tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Innlent 31.8.2006 09:55 Nýr bæjarstjóri í Vesturbyggð ráðinn Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar til ársins 2010 eða út kjörtímabilið. Ráðning Ragnars var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn sat hjá samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 31.8.2006 08:11 Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 09:53 Prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík 11. nóvember Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ákvað á fundi sínum í gærkvöld að halda sameiginlegt prófkjör í kjördæmunum vegna komandi þingkosninga 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 07:46 Fundi iðnaðarnefndar frestað Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær. Innlent 31.8.2006 07:44 Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. Innlent 29.8.2006 11:03 Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002. Innlent 28.8.2006 15:55 Fleiri vilja vinstristjórn 68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn. Innlent 28.8.2006 15:06 Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Innlent 27.8.2006 18:48 Vilja fresta fyllingu Hálslóns Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Innlent 26.8.2006 14:00 Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis "Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Innlent 26.8.2006 12:26 VG vill að Alþingi komi saman Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Innlent 25.8.2006 11:20 Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Innlent 24.8.2006 12:02 Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu. Innlent 22.8.2006 15:52 Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða. Innlent 19.8.2006 14:50 Birkir Jón og Kristinn H. draga framboð til ritara til baka Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa báðir dregið framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka. Þeir hvetja kjósendur á flokksþingi til að velja Sæunni Stefánsdóttur í embætti ritara svo ein kona verði í framvarðarsveit flokksins. Eftir í kjöri eru því Sæunn og Haukur Logi Karlsson. Innlent 19.8.2006 13:28 Guðni endurkjörinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%. Innlent 19.8.2006 12:59 Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. Innlent 18.8.2006 18:12 Nauðsynlegt að breyta Íbúðalánasjóði fyrir áramót Seðlabankastjóri telur algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahags- og hagstjórnina að gera breytingar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Félagsmálaráðherra bíður eftir niðurstöðu starfshóps um málið. Innlent 16.8.2006 18:53 Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Innlent 16.8.2006 18:57 Funduðu á Ísafirði í gær Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. Innlent 15.8.2006 12:06 Kristinn H. vill í ritaraembættið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Innlent 14.8.2006 13:58 Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. Innlent 14.8.2006 12:23 Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Innlent 10.8.2006 19:07 Ber við vanþekkingu og fákunnáttu Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Innlent 10.8.2006 18:54 Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Innlent 4.8.2006 18:37 Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Innlent 3.8.2006 17:53 Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg. Innlent 2.8.2006 19:13 Flokksbræður deila um greiðslur Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu. Innlent 20.7.2006 18:48 Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Innlent 19.7.2006 17:50 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 187 ›
Síðustu kerin tekin í notkun í Straumsvík í dag eftir bilun Síðustu kerin í kerskála þrjú hjá álveri Alcan í Straumsvík verða tekin í gagnið nú eftir hádegið, tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Innlent 31.8.2006 09:55
Nýr bæjarstjóri í Vesturbyggð ráðinn Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar til ársins 2010 eða út kjörtímabilið. Ráðning Ragnars var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn sat hjá samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 31.8.2006 08:11
Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 09:53
Prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík 11. nóvember Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ákvað á fundi sínum í gærkvöld að halda sameiginlegt prófkjör í kjördæmunum vegna komandi þingkosninga 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 07:46
Fundi iðnaðarnefndar frestað Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær. Innlent 31.8.2006 07:44
Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. Innlent 29.8.2006 11:03
Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002. Innlent 28.8.2006 15:55
Fleiri vilja vinstristjórn 68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn. Innlent 28.8.2006 15:06
Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Innlent 27.8.2006 18:48
Vilja fresta fyllingu Hálslóns Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Innlent 26.8.2006 14:00
Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis "Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Innlent 26.8.2006 12:26
VG vill að Alþingi komi saman Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Innlent 25.8.2006 11:20
Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. Innlent 24.8.2006 12:02
Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu. Innlent 22.8.2006 15:52
Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða. Innlent 19.8.2006 14:50
Birkir Jón og Kristinn H. draga framboð til ritara til baka Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa báðir dregið framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka. Þeir hvetja kjósendur á flokksþingi til að velja Sæunni Stefánsdóttur í embætti ritara svo ein kona verði í framvarðarsveit flokksins. Eftir í kjöri eru því Sæunn og Haukur Logi Karlsson. Innlent 19.8.2006 13:28
Guðni endurkjörinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%. Innlent 19.8.2006 12:59
Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. Innlent 18.8.2006 18:12
Nauðsynlegt að breyta Íbúðalánasjóði fyrir áramót Seðlabankastjóri telur algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahags- og hagstjórnina að gera breytingar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Félagsmálaráðherra bíður eftir niðurstöðu starfshóps um málið. Innlent 16.8.2006 18:53
Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Innlent 16.8.2006 18:57
Funduðu á Ísafirði í gær Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. Innlent 15.8.2006 12:06
Kristinn H. vill í ritaraembættið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Innlent 14.8.2006 13:58
Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. Innlent 14.8.2006 12:23
Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Innlent 10.8.2006 19:07
Ber við vanþekkingu og fákunnáttu Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Innlent 10.8.2006 18:54
Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Innlent 4.8.2006 18:37
Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Innlent 3.8.2006 17:53
Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg. Innlent 2.8.2006 19:13
Flokksbræður deila um greiðslur Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu. Innlent 20.7.2006 18:48
Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Innlent 19.7.2006 17:50