Ekkert að marka íslensku fjárlögin? 4. ágúst 2006 18:37 Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira