Ber við vanþekkingu og fákunnáttu 10. ágúst 2006 18:54 Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira