Bandaríkin

Fréttamynd

Heimili Walter White til sölu eftir ára­langan á­gang að­dá­enda

Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 

Lífið
Fréttamynd

Jimmy Car­ter kvaddur

Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Biden stöðvar japanska yfir­töku á US Steel

Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti hefur stöðvað kaup japanska fyrirtækisins Nippon Steel á bandaríska fyrirtækinu US Steel. Biden segir að innlent eignarhald á stálframleiðandanum sé gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíma­bært að Græn­land taki skref í átt að sjálf­stæði

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að stór skref verði tekin í átt að sjálfstæði Grænlands á nýju ári og að nauðsynlegt sé að Grænlendingar fái sína eigin stjórnarskrá. Árið 2025 er kosningaár á Grænlandi en í ár verður kosið um sæti á Inatsisartut, þjóðþinginu, og í sveitarstjórnum.

Erlent
Fréttamynd

Skaut sig áður en bíllinn sprakk

Reynslumikill og margheiðraður sérsveitarmaður sem sprengdi sig í loft upp inn í Cybertruck frá Tesla fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas á nýársdag svipti sig lífi áður en bíllinn sprakk. Rannsakendur telja að maðurinn hafi ætlað sér að valda meiri skaða en sprengjan sem hann smíðaði er sögð hafa verið léleg og stálið sem bíllinn er gerður úr er sagt hafa dregið verulega úr áhrifum sprengingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Talinn hafa staðið einn að verki

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt.

Erlent
Fréttamynd

John Capodice er látinn

Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðju­verk

Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna hækkar í fimm­tán

Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel

Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Tvær heima­gerðar sprengjur fundust á svæðinu

Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn skotinn til bana

Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina.

Erlent
Fréttamynd

FBI varar við þjófum sem herja á í­þrótta­fólk

FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.

Sport
Fréttamynd

Pitt og Jolie loksins skilin

Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum.

Lífið
Fréttamynd

Trump kemur John­son til bjargar

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins.

Erlent
Fréttamynd

ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ís­land og blessuð krónan?

Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“

Skoðun
Fréttamynd

Upp­skeru­brestur og þungar horfur vegna veðurofsans

Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 

Erlent
Fréttamynd

Urðu úti við leit að Stórfæti

Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi.

Erlent
Fréttamynd

Olivia Hussey er látin

Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968.

Erlent