
Hvalveiðar

Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands
Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur.

Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög
Náttúruverndarsamtök Íslands telja sannanir fyrir því að veiðar Hvals hf. á langreyði árið 2018 uppfylli ekki lög um dýravelferð. Fjöldi dýra hafi ekki drepist við fyrsta skot og hafi því dauðastríðið verið óþarflega langt.

Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans
Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið.

Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi
Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar
Hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir algengt að langreyðarkýr með fóstri séu skotnar hér við land. Dýraverndarsamband Íslands segir ekki hægt að réttlæta þessa veiði. Ekki sé hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna.

Drógu kálfafulla langreyði í land
Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn.

Vaka fyrir hvali
Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði.

Björguðu andarnefju úr Engey
Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“
Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times.

Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar
Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar.

Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt
Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.

Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan
Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa.

Skutull og pína
Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast.

Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur
Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður.

Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi
Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku.

Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram
Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða.

Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins
Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða.

Netverjar í hvalalosti ausa svívirðingum yfir Íslendinga
Stemningin gagnvart Íslandi á samskiptamiðlinum Twitter hefur heldur betur súrnað síðustu sólarhringa.

„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“
Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar.

Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir
Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra.

Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm
Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu.

Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu
Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins.

ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals
Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness.

Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land
Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn.

Stóð Alþingi á haus í röngu máli?
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda.

Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar
Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands.

Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna.

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan
Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis.

Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð
Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé.