Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Harald T. Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs, er kominn til Japans til að ræða við þarlend stjórnvöld. Mynd/FRP, Bjørn Inge Bergestuen. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni. Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni.
Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30
Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00