Lögreglumál

Fréttamynd

Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum.

Innlent
Fréttamynd

„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“

Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“

„Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fór úr axlarlið í líkamsárás

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Ók á brott eftir að hafa ekið á konu

Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl

Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um að hundur hafi bitið barn

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hunds sem hafði bitið barn í gærkvöldi eða í nótt. Í dagbók lögreglu segir þó að engir áverkar hafi verið á barninu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn eftir eftir­för lög­reglu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Garðabæ eftir eftirför skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaður bíls hafði þá ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst þá eftirför.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur við Sólfarið

Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“

Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um ofsaakstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin mældist á 46 kílómetra hraða yfir hámarkshraða, sem er 80 kílómetrar á klukkustund, og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent