Lögreglumál

Fréttamynd

Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns

Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni

Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir.

Innlent
Fréttamynd

Veitu­skurði og varnar­kanti komið fyrir eftir sam­tal við íbúa

Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Konu sleppt úr haldi í gær

Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seint í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á morði í Rauðagerði um helgina. Alls eru nú sjö í haldi lögreglu vegna málsins. Kona var handtekin í tengslum við rannsóknina en sleppt úr haldi lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal

Karlmaður var handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal nú í vikunni, annars vegar vegna gruns um að vera valdur að líkamsárás og hins vegar vegna gruns um að hafa ógnað tveimur einstaklingum með hníf.

Innlent
Fréttamynd

Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis

Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi.

Innlent
Fréttamynd

Al­menningur ekki í hættu vegna morð­málsins

Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar

Skráðum hengingarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði milli mánaða í janúar en þau voru 666. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot en bárust að meðaltali á sama tímabili þrjú ár á undan.

Innlent
Fréttamynd

„Gaur sem er að bíða eftir þér“

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn

Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór hvorki sak­borningur né vitni í veiði­þjófnaðar­máli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Maður var handtekinn á Bíldudal á sunnudaginn, grunaður um líkamsárás. Búið er að yfirheyra hann en að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, var árásin minniháttar og ekki talin þörf á gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Fiskur og slor dreifðist um veginn

Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna.

Innlent