Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 13:37 Afgreiðslutími veitingastaða er samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra til 22 á kvöldin. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“ Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“
Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23