Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:17 Hinn albanski Armando Beqirai var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34