Lögreglumál

Fréttamynd

Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins

"Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara

Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin eftir að kókaín fannst í smábarni

Foreldrar barns sem er um eins árs gamalt voru handteknir á jóladag eftir að kókaín fannst í blóði barnsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið hafði verið flutt í alvarlegu ástandi á spítala.

Innlent