Innlent

Til­kynnt um líkams­á­rás í Hlíða­hverfi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Meðal annars var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105 í Reykjavík.
Meðal annars var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan handtók mann í annarlegu ástandi við Hlemm um klukkan hálfsex í gær, hafði hann verið til ama og með læti auk þess sem hann hafði neytt fíkniefna á svæðinu. Hann var vistaður sökum ástands síns í fangageymslu. Um svipað leyti var tilkynnt um eld í strætóskýli í Kópavogi og var slökkvilið kallað út til að slökkva.

Um klukkan hálftíu var aftur tilkynnt um eldsvoða, að þessu sinni í gámi við Breiðagerðisskóla. Hópur drengja sást yfirgefa vettvanginn en ekki liggur fyrir hvort lögregla hafi haft upp á þeim. Um klukkan hálftólf var kona handtekin grunuð um þjófnað úr verslun í hverfi 108.

Rétt fyrir klukkan fimm í nótt var síðan tilkynnt um líkamsárás í póstnúmeri 105. Maður segir að ráðist hafi verið á sig og var hann með áverka á höfði þegar lögreglu bar að garði sem kallaði til sjúkrabíl. Ekki er nánar vitað um málavöxtu að svo stöddu, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×