Lögreglumál Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51 Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20 Stúlkan er fundin Stúlkan sem lýst var eftir í gær er fundin heil á húfi. Innlent 18.12.2023 14:21 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55 Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48 Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10 Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn. Innlent 17.12.2023 07:41 Handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 16.12.2023 18:39 Sparkaði í og kýldi lögregluþjón Farþegi leigubíls sparkaði í og kýldi lögregluþjón eftir að hafa neitað að greiða fyrir farið í nótt. Innlent 16.12.2023 09:07 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. Innlent 15.12.2023 16:44 Fjórtán vændisbrot til rannsóknar á árinu Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG. Innlent 15.12.2023 07:26 Tveir handteknir vegna innbrots í Garðabæ Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Innlent 15.12.2023 06:10 Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38 Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52 Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16 Í annarlegu ástandi og með ógnandi hegðun Tilkynnt var um mann sem var með ógnandi hegðun og í annarlegi ástandi í hverfi 101 í Reykjavík seinni partinn í gær. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands síns. Innlent 12.12.2023 06:04 „Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Innlent 11.12.2023 21:37 Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Innlent 10.12.2023 16:18 Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað ábyrgð Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar. Innlent 10.12.2023 09:45 Ofbeldi og ölvun í dagbók lögreglu Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar. Innlent 10.12.2023 07:11 Lýsa eftir bangsanum Bangsa: „Sárt saknað af litlum eiganda“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir bangsanum Bangsa. Í tilkynningu frá embættinu á Facebook segir að vinur lögreglunnar, Adam, hafi haft samband til að tilkynna hvarf hans. Lífið 9.12.2023 15:34 Árekstur á umdeildum gatnamótum Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag. Innlent 9.12.2023 13:33 Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. Innlent 9.12.2023 10:42 Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess. Innlent 9.12.2023 07:20 Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. Innlent 8.12.2023 16:15 Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Innlent 8.12.2023 10:55 Maður grunaður um manndráp ekki lengur í farbanni Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. Innlent 7.12.2023 19:34 Mál Alberts komið til héraðssaksóknara Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7.12.2023 10:26 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 278 ›
Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51
Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55
Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48
Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10
Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn. Innlent 17.12.2023 07:41
Handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 16.12.2023 18:39
Sparkaði í og kýldi lögregluþjón Farþegi leigubíls sparkaði í og kýldi lögregluþjón eftir að hafa neitað að greiða fyrir farið í nótt. Innlent 16.12.2023 09:07
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. Innlent 15.12.2023 16:44
Fjórtán vændisbrot til rannsóknar á árinu Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG. Innlent 15.12.2023 07:26
Tveir handteknir vegna innbrots í Garðabæ Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Innlent 15.12.2023 06:10
Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38
Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52
Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16
Í annarlegu ástandi og með ógnandi hegðun Tilkynnt var um mann sem var með ógnandi hegðun og í annarlegi ástandi í hverfi 101 í Reykjavík seinni partinn í gær. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands síns. Innlent 12.12.2023 06:04
„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Innlent 11.12.2023 21:37
Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Innlent 10.12.2023 16:18
Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað ábyrgð Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar. Innlent 10.12.2023 09:45
Ofbeldi og ölvun í dagbók lögreglu Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar. Innlent 10.12.2023 07:11
Lýsa eftir bangsanum Bangsa: „Sárt saknað af litlum eiganda“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir bangsanum Bangsa. Í tilkynningu frá embættinu á Facebook segir að vinur lögreglunnar, Adam, hafi haft samband til að tilkynna hvarf hans. Lífið 9.12.2023 15:34
Árekstur á umdeildum gatnamótum Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag. Innlent 9.12.2023 13:33
Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. Innlent 9.12.2023 10:42
Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess. Innlent 9.12.2023 07:20
Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. Innlent 8.12.2023 16:15
Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Innlent 8.12.2023 10:55
Maður grunaður um manndráp ekki lengur í farbanni Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. Innlent 7.12.2023 19:34
Mál Alberts komið til héraðssaksóknara Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7.12.2023 10:26