„Þetta lítur ekki nógu vel út“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. janúar 2024 13:11 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að hrunið hafi úr þeim sprungum sem fyrir voru í bænum en ekki líti út fyrir að fleiri hafi myndast. Vísir Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins. Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira