Lögreglumál

Fréttamynd

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent
Fréttamynd

Hnífa­maður gengur enn laus

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur í byrjun síðustu viku er enn ó­fundinn. Lög­regla segir það ó­venju­legt en vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rann­sókn lög­reglu á mann­drápi á skemmti­staðnum Lúx langt komin.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent
Fréttamynd

Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi

Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú útköll vegna manns sem hékk á bjöllunni

Lögregluþjónar þurftu þrisvar sinnum í nótt að hafa afskipti af ölvuðum manni sem var að hringja dyrabjöllum í fjölbýlishúsi. Maðurinn lét aldrei segjast og var að lokum handtekinn en samkvæmt dagbók lögreglu streittist maðurinn á móti handtöku og var vistaður í fangaklefa vegna ástands hans.

Innlent
Fréttamynd

Hrina skemmdar­­­verka hrjáir gesti á Akur­eyri

Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampo­líni

Kveikt var í trampo­líni á skóla­lóð Rima­skóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampo­lín sem er ó­nýtt eftir verknaðinn. Aðal­varð­stjóri segir sjónar­votta hafa séð ung­linga á hlaupum frá vett­vangi. Í­búar í Rima­hverfi í­huga að koma á lag­girnar ná­granna­vörslu.

Innlent
Fréttamynd

„Við tökum öllum á­bendingum al­var­lega“

Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Stað­fest að maðurinn lést af völdum höfuð­höggs

Banamein karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar líkamsárásar á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti fyrir tæpum tveimur vikum, var eitt höfuðhögg. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar Höfuðborgarsvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Mann­dráp og stór­fellt fíkni­efna­smygl: Staðan á málunum

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu.

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sig­rúnu ber engan árangur

Leit að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur hefur enn engan árangur borið. Lög­reglan á Suður­nesjum biðlar til þeirra sem upp­lýsingar gætu haft um að hafa sam­band.

Innlent