Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt í skútu­máli

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti framlenginguna.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti framlenginguna. Vísir/Vilhelm

Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september.

Þetta var úrskurðað í dag að sögn Gríms Grímssonar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglu.

Lögreglan greindi frá því í upphafi mánaðar að mennirnir þrír hefðu verið handteknir í lok júní. Einn í landi en tveir um borð í skútu þar sem lagt var hald á tæplega 160 kílógrömm af hassi. Þetta er mesta magn af hassi sem hefur verð haldlagt hér á landi í langan tíma.

Rann­sókn málsins er unnin í sam­vinnu við dönsk og græn­lensk lög­reglu­yfir­völd. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer með rann­sóknina.


Tengdar fréttir

160 kíló af hassi voru í skútunni

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×