Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. febrúar 2025 07:20 Ekki tókst samkomulag um innanhússtillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi. Vilhelm Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28