Lögreglumál

Fréttamynd

Rann­sókn lokið á mann­drápi í Dranga­hrauni

Rann­sókn lög­reglu á mann­drápi þann 17. júní síðast­liðinn í Dranga­hrauni í Hafnar­firði er lokið og málið komið til á­kæru­sviðs. Lög­regla telur lík­legt að farið verði fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir hinum grunaða.

Innlent
Fréttamynd

Bíða enn eftir niður­stöðum krufningar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu bíður enn eftir endan­legri niður­stöðu krufningar vegna and­láts karl­manns sem lést í kjöl­far höfuð­höggs á skemmti­staðnum Lúx að­fara­nótt þess 24. júní síðast­liðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir vegna þjófnaða í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér.

Innlent
Fréttamynd

Karl Gauti kannast ekkert við kæru

Forstjóri Umhverfisstofnunar segir Umhverfisstofnun hafa kært mann, sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum kannast ekkert við kæruna.

Innlent
Fréttamynd

Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey

Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn hand­tekinn og færður undir læknis­hendur

Maðurinn sem braut rúðu á heimili á Völlunum í Hafnarfirði í gær og ógnaði öðrum með eggvopni var handtekinn og færður undir læknishendur. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Ók í gegnum girðingu og endaði úti í mýri

Rólegt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Aðstoðarbeiðnir og umferðarmál hafa verið meðal þeirra hefðbundnu mála sem komu á borð lögreglunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til

Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Sló til hunds og var hand­tekinn

Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp.

Innlent
Fréttamynd

Góða skemmtun um verslunarmannahelgina

Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel.

Skoðun
Fréttamynd

Rænd á af­mælis­daginn og ræninginn gengur laus

Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni

Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi.

Innlent
Fréttamynd

Það furðu­legasta við gos­stöðvarnar hingað til

Litlu mátti muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður flaug á svifvæng við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gær. Lögreglustjórinn segir atvikið líklegasta það furðulegasta sem hefur gerst við gosstöðvarnar hingað til. 

Innlent