Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Jón Svanberg Hjartarson skrifar 4. ágúst 2023 14:12 Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun